Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 204
202
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
XI.
Heimildirnar benda ekki á mikil viðskipti milli nor-
rænna manna og Papa. Það má telja líklegast, að þeir
hafi lítinn arf látið eftir sig í sögu íslendinga. Víst er, að
sumstaðar stukku þeir á brott, líklegast eftir heldur lítið
samtal við aðkomumennina. Á öðrum stöðum kunna við-
skiptin að hafa verið ögn meiri. Ekkert er til, sem bendir
á, að Papar hafi gert tilraun til að boða heiðingjum trú,
og hefðu þeir þó helzt átt að hafa hug á því. Orðin „Pap-
ar“, „kross“ og „bagall“, sem vel má hugsa sér, að nor-
rænir menn hafi fengið frá þessum munkum, lærðu þeir
á Vesturhafseyjum. Og allan þorra annara keltneskra orða
í voru máli má telja líklegast, að norrænir menn hafi ann-
aðhvort lært vestra eða af írsku fólki, sem hingað kom á
landnámstíð.
Ef litið er úr nægilega miklum fjarska, mætti þó láta
sér detta í hug, að eitt örnefni á íslandi væri frá Pöpum
komið, en það er nafnið Dímon. Það er sem sé á sömu slóð-
um og Papaörnefnin: í Orkneyjum, á Hjaltlandseyjum,
í Færeyjum og á íslandi. Hér á landi er það mestmegnis
á sama svæði og Papa-nöfnin — aðeins Dímon í Þjórsár-
dal og Dímonir skammt frá Reyðarmúla eru utan þeirra.
En á það má benda, að á öllum þeim stöðum, sem Dímonir
eru hér á landi, hafa í grenndinni verið landnámsmenn,
sem kynni hafa haft af Vesturlöndum. Skal því ekki á
þessum stað fjölyrt um þau nöfn.
Þeir menn, sem ætlandi er, að Papar hafi girnzt að eiga
skipti við hér á landi, eru ekki heiðingjarnir, heldur það
kristna fólk, sem hingað kom á landnámsöld. Þeir heyrðu
allir í sameiningu til hinnar írsku kristni og létu eftir sig
sameiginlegan arf — og það er ekki gerlegt og skiptir
minna að ætla sér að greina, hvað hver hefur lagt til.
Nokkrar frásagnir hefur Landnáma af þessari írsku
kristni hér á landi. Hún segir sögu þá af Ásólfi kristna,
er tekin var upp hér að framan, og 1 Hauksbók er haldið
áfram og sagt af vitrun Halldórs í Görðum snemma á 11.