Skírnir - 01.01.1945, Side 205
Skímir
Papar
203
öld, sem olli því, að hann reisti kirkju á leiði Ásólfs og
helgaði Kólumkilla. Þá segir Landnáma frá Katli fíflska
í Kirkjubæ og afkomendum hans, sem héldu kristni. Enn
segir af Örlygi Hrappssyni landnámsmanni, sem hafði með
sér járnklukku og kirkjuvið og mold vígða og messubók
(plenarium) og reisti kirkju að Esjubergi á Kjalarnesi
og helgaði Kólumkilla. Frá afkomendum hans sumum seg-
ir, að þeir trúðu á Kólumkilla, þó að þeir væru óskírðir.
Jörundur Ketilsson, frændi Ásólfs, var kristinn og gerðist
einsetumaður í élli sinni.
Ýmislegt fleira má nefna þessu líkt, en þetta nægir til
að sýna, að slæðingur af kristni hélzt við allt fram undir
það að landið var kristnað árið 1000, þó að hann færi
þverrandi. Eitt og annað frá hinni fornu kristni hefur
varðveitzt. í lokum Kjalnesinga sögu segir svo frá járn-
klukku Örlygs, að hún hafi enn hangið í kirkjunni að
Esjubergi á dögum Árna biskups Þorlákssonar og var þá
slitin af ryði. Af messubókinni (plenarium) segir, að Árni
biskup lét hana „fara suðr í Skálholt ok lét búa ok líma öll
blöðin í kjölinn, ok er írskt letr á“. — Þá mega minningar
frá hinni fornu kristni hafa verið til fyrirmyndar mönn-
um á fyrstu dögum hinnar nýju. Það kynni t. d. að eiga
við um hina fyrstu einsetumenn nýrrar kristni, og fleira
kynni að koma í leitirnar, ef vel væri gáð.
Frá sonarsyni Svartkels hins katneska á Eyri, Glúmi
Þorkelssyni, segir, að hann baðst svo fyrir að krossi:
„Gott ey gömlum mönnum,
gott ey œrum (ungum) mönnum."
1 Hauksbók segir, að Glúmur tók gamall kristni, en bæn
þessa mun hann ekki hafa lært af kristniboðunum. Lík-
legast þykir mér, að hún eigi rætur að rekja til guðsorðs
gamalla, kristinna manna þar í héraðinu. Mér finnst hún
þessleg, að hún sé runnin af einhverjum írskum blessunar-
orðum eða bennachd („bjannak"); að minnsta kosti er
hún sviplík þeim að blæ, og upptalningin minnir á upp-
talningarnar í brynjubænum Patreks og Gildas.