Skírnir - 01.01.1945, Page 206
Pétur Sigurösson
Um Jarðabók Árna Magnússonar
og Páls Vídalíns
I.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hagur íslend-
inga var næsta bágborinn, þegar 18. öldin gekk í garð.
Hafði verið harðæri síðasta áratug 17. aldar, hafís og
kuldar, fiskileysi og grasbrestur. Eitt árið var fellivetur
mikill, kallaður hrossavetur eða hestabani ; það var árið
1696. Tvívegis á þessum áratug er þess getið, að Faxaflói
var lagður; árið 1695 mátti ganga af Akranesi til Reykja-
víkur, eða í Hólmskaupstað, eins og þá var kallað, og 1699
sá ekki auðan sjó af Skaga á Akranesi. Slíkar búsifjar af
hendi náttúrunnar valda þjóðinni miklum erfiðleikum hve-
nær sem er. En um þessar mundir höfðu landsmenn átt
að búa við verzlunaráþján í heila öld. Sú áþján megnaði
að breyta góðæri í illæri, en þegar náttúran lagðist á sömu
sveif, keyrði um þverbak. Þá stráféllu menn og skepnur.
Um vorið 1700 bárust hingað með kaupförum þau tíð-
indi (segir Páll Vídalín í Aldarfarsbók sinni), „sem öllum
góðum mönnum öfluðu sorgar, að guð hefði burtkallað
þann hálofaða kóng og herra, kóng Christian þann fimmta,
og var hann mjög harmdauði sínum þegnum. Það var
raunabót og huggun lands, að son hans, Friðrik sá f jórði,
var kóngur orðinn og ríkti á síns föður stóli“. Á alþingi
það ár var konungi svarið land og þegnar. Komu þá höfð-
ingjar sér saman um að senda bænarskrá, þar sem lýst
var hörmulegu ástandi þjóðarinnar og þess beiðzt að mega
senda annan lögmanninn á konungs fund til þess að tjá
honum vandræði landsmanna og vera með í ráðum um