Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 207
Skímir Um jarðabók Á. Magnússonar og P. Vídalín 205
það, hversu mætti hjálpa þjóðinni við úr eymd hennar og
vesaldómi. Æðsti embættismaður innanlands var þá Miill-
-er amtmaður; lögmenn Sigurður Björnsson sunnan og
austan, en Láritz Gottrúp norðan og vestan, danskur mað-
nr, og mun frá upphafi hafa verið til þess ætlazt, að hann
færi þessa för, ef til kæmi.
Friðrik konungur tók mjög landsföðurlega í bænarskrá
þessa eða supplíkazíu, eins og kallað var, og leyfði hann,
að annar lögmanna mætti koma á sinn fund til þess að
skýra frá högum þjóðarinnar og leggja fram tillögur til
bóta. Þegar þessi boðskapur barst hingað vorið 1701,
kvaddi Miiller amtmaður Gottrúp lögmann til fararinnar.
En þegar kom til alþingis, var annað hljóð í mönnum en
sumarið áður, er bænarskráin var samin. Risu nú upp
nokkrir menn og mótmæltu sendiför Gottrúps lögmanns;
voru þar fremstir í flokki Páll varalögmaður Vídalín og
Jón biskup Vídalín, ásamt prestum í stifti hans. I sama
streng tók þá einnig Muller amtmaður, sem skömmu áður
hafði verið þessu fylgjandi. Röksemdir þeirra fyrir máli
sínu voru þessar, að því er segir í Aldarfarsbók Páls Vída-
líns: „Þeir kváðu fyrir þau skelfileg harðindi, fiskleysi
og grasbrest, sem þá hafði yfir dunið, sæju þeir ekki
mögulegt, að landið, áður í stórri neyð og fátækt undir-
okað, gæti kostað nokkurn til siglingar um slíkt erindi,
svo sem þá var ástatt, og vildu með supplicatiu fyrir kongl.
Maj. undirrétta, hver eymd yfirstæði og hvar hún mætti
læknast." Þetta var auðvitað ekki annað en fyrirsláttur,
en orsökin höfðingjarígur, eins og margoft fyrr og síðar,
þegar nýmæli komu, er horfðu til framfara. Hafa þeir
annaðtveggja ekki treyst Gottrúp til þess að halda svo á
málum, að gagn yrði að, eða ekki unnað honum sæmdar
af, ef hann fengi góð erindislok, nema hvorttveggja hafi
verið. Lögmenn fylgdu báðir fast fram hinni upphaflegu
fyrirætlun, og á sveif með þeim hallaðist þorri sýslu-
manna, og höfðu þeir fram mál sitt á þinginu.