Skírnir - 01.01.1945, Page 209
Skímir
Um jarðabók Á. Magnússonar og P. Vídalíns
207
III.
Árni Magnússon lét nú í haf og kom á Hofsós 24. júní
1702. 18. júlí voru báðir nefndarmenn komnir til alþingis
og létu lesa í lögréttu daginn eftir tilkynningu um jarða-
bókarstörfin. Skipuðu þeir svo fyrir, að jarðeigendur
skyldu gera jarðabækur yfir eignir sínar, með tilgreind-
um dýrleika, landskuld og kúgildum; skyldu því fylgja
vottuð eftirrit af eignarskjölum fyrir jörðunum. Þetta
skyldi afhenda sýslumönnum, en þeir skila því á næsta
alþingi. Hugðust nefndarmenn mundu geta lokið jarða-
bókarstörfunum með þessum hætti á einu ári eða svo. En
brátt hefur komið í Ijós, að engin tiltök voru að safna efni
í áreiðanlega jarðabók með þessum hætti, og hurfu nefnd-
armenn frá því og tóku þann kost að ferðast um landið,
stefna bændum saman og rita upp jarðabókina eftir fram-
burði þeirra.
Jarðabókarstarfið var hafið þegar haustið 1702 og
byrjað á Snæfellsnesi norðanverðu. Verkið sóttist seint,
því að ekki varð unnið að því að vetrarlagi vegna ferða-
laga, en auk þess voru nefndarmenn bundnir ýmsum öðr-
um störfum. Árni Magnússon ferðaðist tvívegis til Dan-
merkur, meðan á verkinu stóð, og fór loks alfarinn héðan
árið 1712, en jarðabókinni var ekki lokið fyrr en árið 1714,
og er frá því ári hluti.af Snæfellsnessýslu, þar sem verkið
var hafið. Var stjómin þá orðin mjög óþolinmóð og hafði
margoft rekið á eftir nefndarmönnum. En vegna styrjald-
ar þeirrar, sem Danir áttu þá í við Svía, þótti óvarlegt að
senda skjöl nefndarinnar til Danmerkur, fyrr en friður
kæmist á. Voru þau geymd í Skálholti til 1720, en flutt
þá til Kaupmannahafnar.
IV.
Jarðabókin var þannig gerð, að nefndarmenn báðir eða
annar, en í sumum sýslum umboðsmenn þeirra, ferðuðust
um og stefndu almúganum til fundar. I sumum hreppum