Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 210
208
Pétur Sigurðsson
Skímir
var öllum hreppsbúum stefnt á þingstaðinn, en stórum
hreppum var skipt í tvennt eða smærra. Komu bændur svo
hver af öðrum fram fyrir nefndarmenn og skýrðu frá öllu
því, sem jörðina varðaði, hver fyrir sína ábýlisjörð; var
það allt ritað jafnóðum, venjulega þó sem uppkast, en
hreinritað síðar, og skrifuðu þá nokkrir helztu bændur
undir sem vitundarvottar.
Lýsing hverrar jarðar er þannig, að fyrst er skráð nafn
jarðarinnar, jarðardýrleiki, eigandi og ábúandi. Þá er get-
ið um landskuld og kúgildi og hversu greiða skuli land-
skuld og leigur. Þá er talinn kvikfénaður á jörðinni og
hve mikinn þunga jörðin sé talin að geta borið. Þá er stutt
lýsing á ástandi jarðarinnar, hvernig túnið sé, engjar,
hagar, útigangur, selstöður, getið um hlunnindi, svo sem
skóg, mótak, torfskurð, reka, laxveiði og silungs, selveiði,
eggver, útræði, hvannir, sölvatekju, vatnsból jarðarinnar,
hverjar hættur séu fénaði, hvað helzt spilli jörðinnii Til
dæmis má nefna Víðidalstungu, ábýlisjörð Páls Vídalíns:
„Víðidalstunga. Kirkjustaður og annexía til Breiðaból-
staðar. Jarðardýrleiki 60 hdr., og þar að auki hjáleigur
þær, sem teljast fyrir heimalönd og kirkjueign, reiknaðar
til samans fyrir 30 hdr., svo að þeim meðtöldum er dýr-
leikinn allur 90 hdr.
Eigandinn er hr. lögmaðurinn Páll Jónsson Vídalín hér
heima. Landskuld engin og hefur engin verið í næstu 66
ár, sem eigendur hafa jafnan ábúið; áður var hún ýmist
hærri eða lægri eftir því sem landsdrottnar komu kaupi
sínu, aldrei lægri en 2 hdr. og ei hærri en 4 hdr.
Leigukúgildi, meðan leiguliðar héldu, ekki færri en 8 og
aldrei fleiri en 12. Kvaðir voru öngvar.
Kvikfénaður 10 kýr, 93 ær, geldir sauðir tvævetrir og
eldri 11, veturgamlir 8, 15 lömb, 28 hestar, 3 hross, 3 ung-
hryssur. Fóðrast kann: 15 kýr, 60 lömb, 1 hdr. ásauðar,
30 hestar, og á af þessu að telja það, sem sett er á fóður
í Öxnatungu og Dæli, heimalöndum þessarar jarðar. Af-
rétt á jörðin í sínu eigin landi, þann er sveitin brúkar öll
og geldur toll af til landsdrottins, eitt lamb af rekstri.