Skírnir - 01.01.1945, Side 212
210
Pétur Sigurðsson
Skímir
fénaS jörðin fóðri. Úr lýsingum jarðabókarinnar má
margt lesa, sem menn fýsir að kunna skil á, bæði við fljót-
an lestur og einkum þegar unnið hefur verið úr hag-
skýrslum þeim, sem hér eru skráðar, með samanburði við
skýrslur frá síðari tímum.
V.
Við lestur jarðabókarinnar reka menn strax augun í
það, hversu jarðagóssinu er skipt milli konungs, kirkjunn-
ar og stóreignamanna. Eftir henni er þó ekki auðið að
gera samanburð á verðmæti jarðeigna hvers þessara að-
ilja um sig, því að óvíðast er getið dýrleika á jörðum kon-
ungs og kirkjunnar, þar sem þær voru engum tíundaðar.
Dr. Páll Eggert Ólason hefur reynt að telja þetta eftir
dýrleika jarðanna á 19. öld, og kemst hann að þeirri niður-
stöðu í riti sínu „Menn og menntir“, að um miðja 17. öld
hafi konungur átt um sjöttung allra jarðeigna á landinu,
kirkjan (biskupsstólar og kirkjur) um þriðjung og bænd-
ur um helming. En bændaeigninni var mjög misskipt, því
að allur þorri jarðanna var í eign tiltölulega fárra stór-
eignamanna, en bændur langflestir fátækir leiguliðar.
Eignir biskupsstólanna voru helzt í sveitunum kringum
biskupssetrin; þar eiga stólarnir nálega hverja jörð. 1
mörgum hreppum er enginn sjálfseignarbóndi, þó að sum-
ir landsetar kirkjunnar eigi jarðeignir annars staðar. I
Biskupstungum, Laugardal, Grímsnesi og Þingvallasveit
situr enginn á eignarjörð, í Grafningi einn, í ölfusi tveir.
Ef svo er litið á, hvernig hagar til við Breiðaf jörð, en þar
voru jarðeignir löngum í höndum stóreignamanna, kem-
ur í Ijós, að í Skarðstrandarhreppi sitja leiguliðar á 24
jörðum, en sjálfseignarbændur á tveim; önnur er höfuð-
bólið Skarð; í Barðastrandarhreppi sitja eigendur 4 jarðir
og jarðarhluta, en leiguliðar á 24, í Rauðasandshreppi
sjálfseignarbændur á 3 jörðum, en leiguliðar á 24. 1 ná-
grenni Bessastaða er einn sjálfseignarbóndi á Álftanesi,
en enginn á Seltjarnarnesi. Ef tekið er af handahófi dæmi