Skírnir - 01.01.1945, Síða 215
Skírnir
Um jarðabók Á. Magnússonar og P. Vídalíns
213
anburður lifandi og skemmtilegur. Stundum er brugðið
óvæntu ljósi yfir menn, sem kunnir eru úr sögum og sögn-
um. Á Leirulæk á Mýrum bjó þá alþekktur og einkenni-
legur maður, Vigfús Jónsson eða Leirulækjar-Fúsi, vel-
ættaður maður og föðurbróðir Árna Magnússonar. Jarða-
bókin dregur upp mynd af Fúsa, sem kemur alveg heim
við þjóðsagnir um hann: „Leirulækur. Jarðardýrleiki 16
hdr., og svo tíundast. Ábúanda má hér Öngvan kalla, því
eigandinn er hér aleinn manna. Landskuld var, meðan
jörðin byggðist, 1 hdr. 40 ál. Galzt í landaurum, oftast
dauðum, og eru síðan 16 ár að svo var. Leigur gjaldast í
smjöri til landsdrottins, þá hann var ekki fjær en í Dala-
sýslu; síðan hefur landskuld og kúgildaf jöldi smám sam-
an til rýrðar farið meir og meir, til þess nú er komið, að
jörðin liggur í eyði. Kvaðir öngvar. Kvikfé 1 kýr, 15 ær,
1 hross. Fóðrast kann 5 kýr, 40 lömb, 60 ær, því útigang-
ur er góður, 6 hestar. . . . Túnið er spillt af langvarandi
vanrækt í 16 ár, þó ei örvænt, að aftur megi ræktast . . .“
En það voru fleiri en Leirulækjar-F'úsi, sem níddu jarð-
ir sínar. Um sjálfan höfuðstað landsins, Bessastaði, segir
svo: „Túnið segist vera 8 kýrfóðurs vellir og er nú sökum
áburðarleysis og annarrar vanræktar stórum af sér geng-
ið og víða komið í mosa.“ En Bessastaðamönnum komu
víða bitlingar, þó að túnið félli í örækt.
VII.
Hversu áreiðanleg skyldi jarðabókin vera? Hún er auð-
vitað áreiðanleg í öllum verulegum atriðum. En það hef-
ur lengi verið talið vilja brenna við, að menn drægju und-
an tíund hér á landi, og óhætt mun að gera ráð fyrir, að
kvikfénaður hafi ekki verið færri en talið er. Við lestur
bókarinnar verður ekki varizt þeirri hugsun, að reynt sé
að gera sem minnst úr kostum hverrar jarðar, en draga
fram ókostina. Það er auðvitað, að menn hafa farið að
hugleiða, í hvaða skyni þessi nýbreytni væri gerð. Árið
1703 var tekið manntal um allt land og talið kvikfé, og