Skírnir - 01.01.1945, Page 216
Pétur Sigurðsson
Skímir
k!4
segir Jón Espólín um það: „slíkt þóttu þá mörgum nýung-
ar, en sumum nær ókvæði“, og Jón Þorkelsson Skálholts-
rektor segir frá því um miðja 18. öld, að íslendingar hafi
kennt manntalinu 1703, að stórabóla geisaði hér 1707;
hafi hún verið refsing guðs fyrir þá nýbreytni. Yafalaust
hafa bændur óttazt, að jarðabókinni kynni að vera ætlað
að vera grundvöllur nýrra skatta eða aukinna álagna til
konungs. Mun sú gáta ekki fjarri réttu, enda kveður Jón
frá Grunnavík Árna Magnússon hafa gefið í skyn, að sú
rannsókn hafi meðal annars verið gerð í þeim tilgangi.
Að menn drógu frekar úr landkostum en hitt, sýnir
þetta dæmi: Við margar jarðir er það tekið fram, að jörð-
in framfæri ekki þann pening, sem á henni sé; nautpen-
ingur, sem umfram sé, framfærist á tilfengnum heyjum,
en hestum og sauðfé vogað á útigang og bjargarlaust,
þegar að herðir. I hreppi einum telur jarðabókin, að á öll-
um jörðum hreppsins megi fóðra 124 kýr, en þar eru þó
taldar fram 149 kýr, og eru þó kálfar, kvígur og naut um-
fram þá tölu. Dæmi þetta er tekið af handahófi.
Nú var að vísu svo, að Páll Vídalín og umboðsmenn
hans, og enda Árni Magnússon sjálfur, voru svo kunnugir
víða, að ekki var unnt að gefa freklega rangar skýrslur,
án þess þeim yrði það ljóst. En ekki verður varizt þeirri
hugsun, að þeim hafi þótt einu gilda, þó að jarðabókar-
starf þeirra yrði ekki til þess að auka álögur á almenn-
ingi, eins og hag landsmanna var þá komið.
VIII.
í Árnasafni eru tvö skjöl, er lúta að undirbúningi undir
jarðabókarstarfið. Annað er með hendi Páls Vídalíns og
setur fyrirmæli um, hvernig skuli meta jarðir til hundr-
aða; það skjal er prentað í „íslendingi“ 1862, 3. árg. Hitt
er um fyrirkomulag jarðabókarinnar. Til fróðleiks skal
hér settur kafli úr skýrslu Páls, og geta menn borið fyrir-
mæli hans saman við jarðabókina, hvort lýsingar jarð-
anna komi heim við þau: