Skírnir - 01.01.1945, Page 219
Skírnir
Um jarðabók Á. Magnússonar og P. Vídalíns
217
ristu og stungu, sem til húsabóta þénar og til að búa um
hey; hún skal og hafa vatnsból sumar og vetur, ekki fjær
en 1 hdr. málfaðma tólfrætt. Hún skal og hafa eldiviðar-
tak í sínu landi, annaðhvort af hrísi, skógi, torfskurð eður
þangi, í þeim öllum stöðum, sem ei mega tún taðfalls
missa, svo þeim nægi það, sem ei þarf til eldingar. Nú
vantar eitthvað af þessu, þá skal það skerða landskyld
jarðarinnar, sem hitt kostar úti að kaupa, en ei fellur af
jarðarverði, ef hún fæðir svo kvikfé, sem áður er mælt
(því að hús eru góð, en tíund gelzt in publicum). En ef
vatnsból er meir í f jarska en fyrr segir, þá skal það skerða
landskyld, sem eldiviður kostar til að þíða snjó fyrir pen-
ing um vetur í þau mál, sem fullgildum mönnum er ei fært.
að brynna kúm í vatnsbrunni.
Nú hefur jörðin alla fyrrtalda kosti, þá skal landskyld
í skileyri gjaldast, en þó engu því, sem utan héraðs þarf til
að kaupa, og engu því af jörðu teknU, sem sú jörð ekki
gefur, og aldrei meir í fóðri en sjöttungur landskyldar,
nema bóndinn beiðist. Allan skileyri skal með reiðipen-
ingum leysa mega, nema fóður eitt, það skal ei með pen-
ingum leysast, utan grasleysis- eða óþerra-sumar sé und-
an gengið, svo að bóndinn ei sé svo að heyjum búinn, að
hann megi sínu kvikfé svo bjarga, sem áður skilur.
Hvergi skal bóndinn vera skyldugur að flytja landskyld
í kaupstað, nema kaupstaður sé á leið hans, í millum og
landsdrottins, eður skemmra sé til kaupstaðar en til lands-
drottins, og hvergi skal bóndinn lengra fara með afgift
jarðar en 2 dagleiðir áfram, og það þó alls hvergi, nema
þar sem svo er langt hans í millum og landsdrottins; en
búi landsdrottinn nær honum, þá er bóndinn eigi skyld-
ugur lengra að fara en heim til landsdrottins . . .“
Þá eru settar reglur um mat á jörðum frá 10 hdr. upp
í 90 hdr. (10, 12, 15, 16, 18, 24, 25, 30, 32, 36, 40, 45, 50,
60, 70, 80 og 90 hdr.). „Engin ein jörð skal á öllu landinu
stærri vera; skipta skal í tvær, ef meiri er einhver, nema
það sem meira er sé skógar eða afréttir . . .“
Þessi ritgerð er ljóslega samin í því skyni að hafa tif