Skírnir - 01.01.1945, Side 221
Sir Richard Paget
Hermikenniiigin mn uppruna tungumála
[Grein sú, er hér fer á eftir, er brot af fyrirlestri, sem enskur
fræðimaður, Sir Richard Paget, flutti 23. marz 1945 í Royal Insti-
tution í London. Fyrirlesturinn var nefndur „Is human speech good
enough?“ Hér er aðeins tekinn upp fyrri helmingur hans, lítið eitt
styttur. — Islenzk þýðing fyrirlestursins er gerð af Arna Kristjáns-
syni, cand. mag.]
Ef litið er á málið sjálft sem táknkerfi, myndað úr hljóðum,
verður að gæta þess, að í raun réttri eru það aðeins mjög fáai*
hugmyndir, sem hægt er að láta í Ijós með hljóðinu einu saman.
Annað er það, að vel getur mál verið án hljóða. Það má vel taia
við sjálfan sig, setja fx-am hugsanir sínar með hreyfingum talfær-
anna (tungu, vara o. s. frv.) einurn saman, án þess að gefa nokk-
urt hljóð frá sér, og heyrnarlaust fólk, sem lært hefur varalestur,
getur skilið þetta hljóðlausa tal með því að fylgjast með hreyf-
ingum varanna. Hin nafnfræga ameríska kona, Helen Keller, sem
hefur vex-ið heyrnarlaus og blind, síðan hún var 18 mánaða gömul,
getur lesið af vörum fullum fetum með því að leggja tvo fingur á
varir þess, sem talar, og þumalfingur við kverkar hans til að finna
hreyfingar talfæranna.
Það virðist því augljóst, að það eru talhreyfingamax-, — fremur
en hljóðin —, sem fela i sér meiningu málsins, en hljóðin, sem
hreyfingarnar móta, gera okkur mögulegt að skynja hreyfingarnar
gegnum eyrun, þau flytja málið, ef svo mætti að orði komast.
En hvernig hafa þá talhreyfingamar fengið merkingu sína? Ég
hygg, að þeirri spurningu sé nú hægt að svara með allmiklum lík-
um. Mikill meirihluti talhreyfinga málsins er i eðli sínu bendinga-
mál — eða var það a. m. k. upprunalega —, en inn í þetta þögla lík-
ingamál eru hljóðin svo fléttuð, ýmist rödduð hljóð, sem myndast
við sveiflur raddbandanna, eða órödduð hljóð, sem koma fram við
það, er loftsti'aumui'inn þrýstist fram um munninn. Þessi hljóð mót-
ast við hreyfingar talfæranna, tungu, vara o. s. frv., á mjög svip-
aðan hátt og tónar blásturshljóðfæris mótast og bi'eytast, er hljóð-
færaleikarinn þrýstir á hnappa þess og f jaðrir, og líkt og hver leik-
inn lúðurþeytari getur gert sér í hugarlund hreyfingar annars