Skírnir - 01.01.1945, Side 222
220
Sir Richard Paget
Skírnir
lúðurþeytara, án þess að sjá þær, eftir tónunum einum, þannig
skynjum við, óafvitandi þó, talhreyfingar þess, sem mælir við oss,
af orðunum, sem við heyrum.
Hljóðin, sem gera málið heyranlegt, eru eftir minni skoðun upp-
runalega geðshræringahljóð frummannsins, mál, sem maðurinn átti
og á enn sameiginlegt með æðri spendýrum og öðrum dýrum, sem
láta geðshræringar sínar í Ijós með hljóðum.
En til þess að skilja, hvað málið er í raun og veru, verður að
skyggnast enn lengra og komast að niðurstöðu um, hvað kom
manninum til að túlka hugmyndir sínar með munnhræringum, sem
eru meira og minna ósýnilegar.
Bezta svarið við þessari spurningu fæst e. t. v. með því að at-
huga þá menn, sem fæddir eru heyrnarlausir, menn, sem vita ekki
einu sinni, hvernig hljóð er. Á hvern hátt láta þeir hugmyndir sin-
ar í Ijós? Það er kunnara en frá þurfi að segja. Heyrnarlausir
menn tjá sig með líkamlegum hermihreyfingum, einkum handapati
og svipbreytingum á andliti.
Það er eftirtektarvert, að þeir, sem fæddir eru heyrnarlausir,
nota tvær mismunandi aðferðir samhliða, — alveg eins og hinir,
sem bæði hafa mál og heyrn, — þ. e. a. s. bendingamál til að túlka
hugmyndir sínar og svipbrigðamál til að láta í ljós hugarástand
sitt. Öll framkoma manna mótast að miklu leyti af geðshræringum
þeirra, og vilji einhver láta aðra fylgja hugsanagangi sínum full-
komlega, er honum nauðsynlegt að grípa til einhvers konar tján-
ingar geðshræringanna. Ræðumaður, sem flytur ræðu sína hljóm-
lausri röddu og án svipbrigða, hrífur ekki áheyrendur sína, því að
hann getur ekki vakið geðshræringar þeirra né samstillt tilfinning-
ar þeirra sínum eigin tilfinningum. Frummaðurinn hlýtur að hafa
látið hugarástand sitt í Ijós með ýmiss konar geðshræringaópum,
hljóðum og andvörpum og notað jafnframt líkamlegar hermihreyf-
ingar til að túlka hugmyndir sínar.
En hvernig gat mælt mál æxlazt út af þessu? Charles Darwin
hefur svarað þeirri spurningu að nokkru leyti í bók sinni „The Ex-
pression of Emotions" (Tjáning geðshræringa). Þar farast honum
orð á þessa leið: „Til eru ennfremur önnur fyrirbrigði, sem oft
verður vart við, þegar sérstaklega stendur á, og eru alls ekki venju-
bundnar, en virðast vera eftirhermur eða stafa af eins konar sefjun.
Maður, sem klippir með skærum, sést oft hreyfa kjálkana í líkingu
við skærin, og börn, sem eru að læra að skrifa, geifla oft munninn
fáránlega eftir handhreyfingum sínum.“
Sjálfur hefur Darwin ekki rakið þetta nánar, en hinn mikli
keppinautur hans, Alfred Russel Wallace, hefur komizt mun lengra
i þessa sömu átt. f grein, sem hann skrifar í „Fortnightly Review“
1895, segir hann á þessa leið: „Málið hefur ekki myndazt og mót-
azt hjá börnum, heldur hjá fullorðnu fólki, seni fann þörf fyrir