Skírnir - 01.01.1945, Page 223
Skímir Hermikenningin um uppruna tungumála 221
aðra tjáningaraðferð en bendingarnar einar. Bendingamál og tal-
mál eru án efa runnin upp hvort með öðru og hafa um langan
aldur verið notuð saman hvort öðru til uppfyllingar.“
Maðurinn hefur því upphaflega tjáð sig með handabendingum,
en án vitundar hans hefur munnurinn — tungan, varir og önnur
hreyfanleg líffæri munns og kverka — fylgzt með handhreyfing-
unum og líkt eftir þeim.
Næsta spumingin er: Hvers konar mál hefur getað myndazt við
samstillingu munn- og handahreyfinga og geðshræringahljóða? Svar-
ið liggur í augum uppi. Samfara hinum líkamlegu hermihreyfing-
um hefur maðurinn gefið frá sér breytileg hljóð, eins konar babbl.
Því að varirnar, tungan og kjálkarnir líktu eftir hreyfingum hand-
anna, og breyttist opið fyrir loftstrauminn þá stöðugt og gat jafn-
vel lokazt. En geðshræringahljóðin gerðu munnhreyfingamar
hljóðnæmar, og hreimur raddarinnar breyttist eftir skapi „mæland-
ans“.
Fyrir rúmum 16 árum sýndi ég hér á þessum stað með sérstök-
um líkönum áhrif breytinga á munnholi og vörum og hálfgerðrar
og algerðrar lokunar munnholsins. í líkönum þessum voru fótstignir
belgir í stað lungna, og orgelpípa gegndi hlutverki raddbandanna.
Holið, sem samsvaraði munni og koki, var slétt pípa, og starf tung-
unnar var framkvæmt með hreyfanlegri loku, eða — ef um gúmmí-
pípu var að ræða — með því einu að klípa pípuna saman utan frá.
1. Ef slétt pípa er notuð fyrir munnhol og ,,tungan“ hreyfð
fram og aftur, kemur fram mismunur hljóðanna i og a (millihljóð
e og a).
2. Með því að nota gúmmíslöngu fyrir munnhol og herpa hana
saman, kemur fram hljóðið -ah-. ■—- Sé munnholinu lokað að fram-
an, kemur fram b eða p. — Ófullkomin lokun framendans myndar
hljóðið v. — Við algera lokun pípunnar dálítið aftar kemur fram
d. — Af hálfgerðri lokun um miðju munnholsins ð. — Af algerri
lokun enn aftar g (k).
3. Slétt pípa að viðbættu ,,nefkoki“ gefur mi eða ni eftir því,
hvar hún er klipin saman. Ef pípan er klipin saman á þessum stöð-
um hverjum eftir annan, kemur fram orðið mínní, en ef „nefkokið"
er lokað framanvert, verður það bíddí.
Það er því auðskilið, að hermihreyfingar munnsins hafa getað
valdið gagngerðum breytingum á réttum og sléttum geðshræringa-
hljóðum á leið þeirra gegnum munninn.
En þess ber vel að gæta, að á þessu stigi er ekki hægt að tala
um neitt mál í eiginlegum skilningi, því að hermihreyfingar — bend-
ingar — tákna yfirleitt ekki orð né orðasambönd, þær lýsa hreyf-
ingu eða ástandi sem heild — engin ein hreyfing táknar neitt sér-
•stakt hugtak. Það er mjög sennilegt, að maðurinn hafi tjáð sig á