Skírnir - 01.01.1945, Qupperneq 224
222
Sir Richard Paget
Skírnir
þennan hátt mestan hluta hins forsögulega þróunartímabils síns,
þ. e. a. s. með alls konar handapati og babbli.
Séra Albert Smith, dómherra og prestur við hina konunglegu
hjálparstofnun heymar- og málleysingja, segir mér, að þeir, sem
heymarlausir eru frá fæðingu og engrar kennslu hafa notið, hugsi
á annan hátt en fólk með fulla heym, — þeir hafi engin tákn til að
styðjast við, sem samsvari orðum hjá okkur, hugmyndir þeirra séu
heildtækar alveg eins og bendingamál þeirra, og þeir geti ekki skil-
greint neitt, af því að þeir hafi engar málseiningar til að skilgreina
roeð.
Þetta skiptir vissulega höfuðmáli, því að það dregur ákveðna
markalínu milli hins frumstæða manns, sem Sir Elliot Smith nefndi
„apann með stóra heilann", og homo sapiens, hinnar hugsandi greind-
arveru síðustu 6—8 þús. ára.
Einhvern tima á hinu forsögulega tímabili hlýtur maðurinn að
'faafa dottið ofan á nýjan hugsunarhátt, ef svo mætti að orði kom-
ast. í staðinn fyrir að taka öll fyrirbæri sem heildir, eins og ólærðir
heyrnarleysingjar gera enn í dag, tók hann að liða þau sundur í
atriði. Hann greindi sérstaklega lögun og liti, tölu, afstöðu (í tíma
og rúmi) þeirra hluta eða atburða, sem hann veitti athygli, og
— síðast, en ekki sízt — hann táknaði þessi mismunandi atriði
með mismunandi hermihreyfingum, sem hver átti sér samsvörun í
hans eigin huga. Hugtökin höfðu myndazt, — maðurinn hafði öðl-
azt greind. í staðinn fyrir að leika sér að stokkum og steinum, gat
hann nú leikið með hugtökin í huga sér. Hann gat leyst þau sund-
ur og sett þau saman á ný, myndað ný sambönd og gert nýjar upp-
götvanir. Engum getum verður að því leitt hér, hvað það var, sem
olli þessum straumhvörfum, það er verkefni, sem þarfnast sérstakr-
ar rannsóknar, en þá fyrst, er þessu stigi var náð, voru fengin skil-
yrði til þess, að upp úr þessu samstillta bendingamáli munns og
handa gæti sprottið eiginlegt mál.
Reyndar er þetta aðeins tilgáta, en hún hefur þann kost, að hún
leiðir til skilnings á því, hvemig skyndilega leysist úr læðingi hjá
inanninum máttur til nýs, örari þroska. Eftir að hafa lifað á hrifl-
ingabjörgum í mörg hundruð þúsund ár án annarra framfara en
þeirra, sem búast mátti við, að gáfað dýr gæti rambað á af tilvilj-
un, er hann allt í einu orðinn listamaður, síðan leirkerasmiður og
vefari, þá jarðyrkjumaður, málmsmiður, húsameistari, sæfari; og
með auknum framförum í stærðfræðilegum vísindum nær hann
tökum á vísindalegum rannsóknum, finnur upp penicillin og sjón-
varp, eldvörpur og flugsprengjur. Heili hans hefur þó ekki tekið
neinum stakkaskiptum á þessum síðustu tugþúsundum ára, mann-
inum hefur aðeins lærzt að nota þær gáfur, sem honum voru gefnar.