Skírnir - 01.01.1945, Side 227
Ritfregnir
Stefán Kinarsson: Icelandic, Grammar, Texts, Glossary. The
Johns Hopkins Press, Baltimore 1945.
Kennslubók sú í íslenzku, er hér um ræðir, er eins konar stríðs-
fyrirbrigði, svo sem sjá má af formála höfundarins. Yfirmönnum
í setuliði Bandaríkjanna hér á landi var ætlað að læra eitthvað í
íslenzku, en til þess, að svo mætti verða, var þörf hentugrar kennslu-
bókar. Dr. Stefán Einarsson, prófessor við Johns Hopkins háskól-
ann í Baltimore, tókst á hendur samningu slíkrar bókar, en útgáfa
hennar dróst svo, að komið var að ófriðarlokum í Evrópu, er hún
kom á markaðinn. Kennslubókin leysti því ekki úr þeim vanda, er
til var ætlazt upphaflega, enda er dálítið vafasamt, að hún hefði
verið sérstaklega vel til þeirra hluta fallin. Við slíka bráðabirgða-
kennslu er hún nokkuð viðamikil. Hins vegar kemur hún nú tví-
mælalaust í góðar þarfir, því að mikil nauðsyn var að fá bók af
þessu tagi fyrir útlendinga þá, er kynnast vilja íslenzku máli og
íslenzkri menningu.
Einhver kynni að ætla, að bókin bæri miður heppileg merki
þess, að hún er stríðsfyrirbæri, en óhætt mun að fullyrða, að svo
er ekki. Þetta er mikið verk og vandað, unnið af víðtækri þekkingu
og alúð.
Bókin skiptist í 3 meginhluta: málfræði (Grammar), leskafla
(Texts) og orðasafn (Glossary).
Málfræðin tekur yfir fyrstu 180 blaðsíðurnar og er mjög ræki-
leg. Hefst hún á yfirliti yfir hljóðfræði (phonetics) nútíðarmáls-
ins. Er þar dregið saman flest hið helzta um þessi efni og því gerð
hin ágætustu skil. Að sjálfsögðu hefur höfundurinn orðið að sleppa
ýmsu, er gaman hefði verið að minnast á, og margt er gert einfald-
ara og óbrotnara en það er í raun og veru. Þetta er nauðsynlegt
i venjulegri kennslubók, enda lærir enginn framburð máls til
neinnar hlítar af bókum einum saman.
Svo sem að líkum lætur, kemst Stefán ekki hjá því í þessari bók
að gera einni mállýzku í framburði hæiTa undir höfði en annarri,
velja i aðalatriðum úr þann framburð, er hann telur hæfastan.
Virðist mér þetta úrval hans skynsamlegt:
1) p, t, k á eftir löngu sérhljóði,
2) raddað l, m, n + P> t, k (undant. It),
3) hv (ekki kv),
4) fð / vð /, gð / qð /.
15