Skírnir - 01.01.1945, Síða 228
226
Ritfregnir
Skírnir
í orðasafninu er einnig getið annars framburðar, þegar hann
er algengur og máli skiptir.
Hljóðritunin er mjög sniðin eftir kerfi alþjóða hljóðfræðafélags-
ins (Intemational Phonetic Association), en sums staðar vikið
nokkúð frá. Táknunin á samböndunum hl, hn, hr með h + órödd-
uðu l, n, r finnst mér óviðfelldin og tæplega rétt. Ætti að vera
nægjanlegt að tákna þetta með órödduðu l, n, r. Hitt er að bera í
bakkafullan lækinn.
Á eftir hljóðfræðikaflanum kemur beygingafræðin (inflexions).
Hefur Stefán við samningu þessa þáttar málfræðinnar mjög byggt
á bók Valtýs Guðmundssonar: Islandsk Grammatik. Er þetta yfir-
lit afar rækilegt og skipulegt. Á nokkrum stöðum verður vart við
smávægilegar skekkjur eða ónákvæmni: Orðið kveðandi (32. bls.)
er talið eina kvenkynsorðið, sem endar á -andi, en nefna hefði mátt
hrynjandi og verðandi og fleiri orð — að minnsta kosti í ákveðnum
merkingum (stígandi). Á 57. bls. er getið lýsingarorða, sem hafa
aldrei veika beygingu. Meðal þeirra er talið orðið hálfur, en það
beygist stundum veikt: hálfu pokarnir o. s. frv. Fleira mætti til
tína, en þetta eru allt smámunir.
Næsti kafli f jallar um setningafræðina (syntax). Er hann í heild
sinni vel úr garði gerður, en þó finnst mér Stefán ekki ná eins föst-
um tökum á þessu efni og hljóðfræðinni eða beygingafræðinni.
Hins vegar er dæmafjöldinn í þessum kafla geysimikill, og bætir
hann mjög úr því, er á skortir um nákvæmni skýrgreininga.
Þar, sem rætt er um sambandið vera + nh.: vera. að lesa, vera
að fara o. s. frv., og taldar þær sagnir, sem geta ekki táknað dvalar-
athöfn (durative action) á þennan hátt (144. bls.), hefði verið
rétt að skjóta inn (við sumar sagnirnar) skýringunni, sem látin er
fylgja sambandinu vera búinn að (147. bls., 12. 1. a. o.): unless the
duration is specified. Algengt er að segja: að vera að sitja hjá,
vera að hafa skipti á e-u o. s .frv. — Annars geta sumar þessara
sagna í nútíðarmálinu hæglega táknað dvalarathöfn með vera að
án nánari tiltekningar. Dæmi: Hvað er Jón að gera? 0, hann er nú
ekki mikið að gera, blessaður. Hann er bai-a að sofa. — Á svipaðan
hátt má nota sumar núþálegu sagnirnar. Dæmi: Ætlar hann að
svíkjast um að koma? Það er ekki að vita. — Áþekk dæmi mætti
nefna um margar hinna sagnanna, sem taldar eru í þessum kafla.
Þegar setningafræðinni sleppir, tekur við annar meginhluti bók-
arinnar: leskaflamir. Fyrst eru 30 æfingakaflar, samdir með hlið-
sjón af ákveðnum atriðum í málfræðinni, og fylgir hverjum kafla
sérstakt orðasafn. Hefðu þessar æfingar sennilega mátt vera mun
fleiri, því að tormelt mun málfræðin reynast flestum nemendum.
— Síðan koma 42 leskaflar, sem hafa að heildarfyrirsögn: Daglegt
líf og daglegt tal. Kennir þar margra grasa. Heiti einstakra kafla
gefa góða hugmynd um efnið: Kveðjur. — Kynning. — Heimsókn.