Skírnir - 01.01.1945, Síða 229
Skímir
Ritfregnir
227
— Bréf. — Að spyrjast til vegar. — Tóbak. — í gistihúsinu. —
Reikningur. — íslenzkir peningar, mál og vog. — Póstur. — Simi.
— Matsöluhús. — Að fara í búðir. — Skemmtanir. — Skólar, bæk-
ur, rithöfundar. — íslenzk náttúra, o. s. frv. — Lesköflunum lýkur
með nokkrum þjóðsögum.
Stefán gerir sér mjög far um að fá fram sem mest af daglegu
máli í lesköflunum, enda er efnið valið með hliðsjón þess. Um bók-
menntalegt yfirlit eða úrval er ekki að ræða. Sumum kann að þykja
þetta galli á bókinni. Ég hygg þó, að Stefán hafi valið hér rétta
leið. Þeir, sem læra erlend mál og ferðast til hlutaðeigandi landa,
þurfa fyrst og fremst að kunna nokkur skil á daglegu máli, bók-
málið kemur síðar.
Síðasti hluti bókarinnar er orðasafn. Er það mjög rækilegt og
nákvæmt. Á einstaka stað hef ég rekizt á smávægilegar misfellur.
Þannig vantar t. d. orðið spor i „s-in“, en það kemur fyrir í les-
kafla á 289. bls. Þýðing þess er þó í orðasafninu, við orðið varmur,
þar sem orðasambandið að vörmu spori er tilgreint. — Svipað má
segja um orðið líknarbelgur (291. bls.). Það kernur ekki fyrir í
„i-unum“. Hins vegar er það við sögnina að bregða (bregða líknar-
belg yfir glasið). — Eitthvað fleira hef ég fundið af svipuðu tagi,
og hirði ég ekki að telja það hér.
Þegar litið er yfir þetta rit í heild, verður ekki annað sagt en
það sé bæði mikið og gott, svo sem vænta mátti frá hendi Stefáns
Einarssonar. Er hinn mesti fengur að bókinni, og eiga höfundur og
útgefandi miklar þakkir skildar fyrir verkið.
Björn Guðfinnsson.
Safn FræSafélagsins um ísland og íslendinga. 12. Og 13. bindi.
í þessum tveim bindum af Safni Fræðafélagsins, sem borizt
hafa hingað til lands eftir að samgöngur við Danmörku hófust á
ný, eru prentuð bréfasöfn tveggja merkra manna, Brynjólfs bisk-
ups Sveinssonar og Bjama Thorarensens.
Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssoncir. Jón Helgason bjó
til prentunar.------Safn Fræðafélagsins. XII. bindi. Khöfn 1942.
Af bréfabókum Biynjólfs biskups eru nú varðveitt í Árnasafni
14 bindi, samtals nálega 7000 bls., en alls hafa bréfabækumar ver-
ið 21; eignaðist Árni Magnússon 18 þeirra, en 4 þeirra eru glat-
aðar, hafa farizt í brunanum mikla. Þrjár af bréfabókunum munu
hafa glatazt hér á landi, en úr einni þeirra (19. bindi) eru þó til
8 blöð í Landsbókasafni. Fyrstu sex bindin eru glötuð með öllu.
í bréfabókina hefur biskup látið skrifa embættisbréf sín öll, en
auk þess einkabréf sín mörg, svo sem þau, er varða eignir hans,
jarðakaup og sölur, bréf til erlendra fræðimanna, er mörg hníga
að fornum bókmenntum og handritum, bréf og gerninga, er varða
15*