Skírnir - 01.01.1945, Page 230
228
Ritfregnir
Skímir
fjölskyldu hans, og- þá einkum Ragnheiði dóttur hans og Þórð dótt-
urson hans o. s. frv.
Úr þessum bréfagrúa hefur Jón prófessor Helgason valið í bindi
þetta þau bréf, er hann telur markverðust fyrir menn nú á tímum.
Hann gerir grein fyrir vali sínu á þessa leið : „Engin tiltök hafa
verið að gera gögnum um jarðakaup eða fjárhagsmál nein skil, og
er því sneitt alveg hjá þeim. Aftur hefur verið reynt að taka upp
þau bréf, sem helzt bregða ljósi yfir skapsmuni biskups og viðhorf
gegn öðrum mönnum, svo og þau er gera grein fyrir persónulegum
málefnum hans, og þar á meðal einkum þau er varða börn hans og
dótturson. I annan stað hefur verið hyllzt til að taka sem mest af
bréfum er efla skilning á hugsunarhætti, trúarlífi, menningarbrag
og stjómarfari aldarinnar, og ennfremur bréf er sýna mannleg ör-
lög, — ósjaldan grimm og bitur, svo sem von er til á vægðarlítilli
öld —; en hér er um svo mikið efni að ræða að einlægt getur orðið
álitamál hvernig valið hefur tekizt. í þriðja lagi er prentað hér hið
helzta sem að bókmenntum lýtur, einkum öll vitneskja um íslenzk
handrit. Brynjólfur biskup kemur svo mjög við söfnunarsögu ís-
lerizkra fornbóka, að full ástæða er til að saman sé dregið allt sem
fundið verður í bréfabókum hans um þau efni, en að vísu er það
miklu fáskrúðugra en æskilegt væri-------
Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að lesa bréf löngu liðinna
manna, ekki sízt þau, er einkamál varða. Liðnar kynslóðir risa úr
gi'öfum, nöfn klæðast holdi og blóði, verða lifandi verur. í úrvali
þessu em mörg bréf, sem eru stórmerkileg frá þessu sjónarmiði,
og þá auðvitað einkum bréfin um Ragnheiði biskupsdóttur: eiður
hennar, um faðemi Þórðar sonar hennar, sáttmáli biskups við föð-
ur Daða Halldórssonar, „arftaka og skilmáli“ biskups við Ragn-
heiði o. fl. Útgefandi hefur ritað greinagóðar og nytsamlegar skýr-
ingar við bréfin.
Bjarni Thorarensen: Bréf. Fyrra bindi. Jón Helgason bjó til
prentunar. — — — Safn Fræðafélagsins. XIII. bindi. Khöfn 1943.
í bindi þessu eru bréf Bjarna til Gríms amtmanns Jónssonar
(bls. 1—154) og Finns Magnússonar (155—258), ásamt skýring-
um útgefanda, en önnur bréf Bjarna, sem til eru, verða gefin út í
síðara bindi. Hér kynnast menn lögfræðingnum, embættismannin-
um og stjórnmálamanninum Bjarna Thorarensen og persónunni
sjálfri að ýmsu leyti, en lítið fer fyrir skáldinu. Ef til vill verður
myndin fyllri, þegar síðara bindið er út komið.
P. S.
The'Vinland Sagas, ed. with an introduction, variants and notes,
by Halldór Hermannsson. Ithaca, New York, Cornell University
Press 1944. (Islandica XXX.)