Skírnir - 01.01.1945, Síða 235
Skírnir
Ritfregnir
233
Hefti það, sem hér um ræðir, er líkt hinum fyrri að efnisvali og
allfjölbreytt. Lengstu frásagnimar í því eru um Víðidal í Lóni. Er
þar bæði sannsöguleg frásögn um byggðina í hinum undurfagra og
afskekkta fjalladal og þjóðsagnir þaðan. Sýna þær sagnir Ijóslega,
hverjum erfiðleikum byggðin hefur verið bundin á mörgum afdala-
og fjallabýlum hér á landi. En jafnframt eru þær vitnisburður um
kjark þann og seiglu, sem búið hefur með þjóðinni.
Þá eru einnig í hefti þessu margs konar þjóðsagnir i hinum gamla
og góða stíl, draugasögur, tröllasögur, huldufólkssögur, skrimsla-
sögur o. fl. Margar af þeim eru góðar og vel sagðar, en aðrar veiga-
minni, eins og gengur. En þær sýna þó, að enn geymist margt slíkra
sagna meðal þjóðarinnar, og að til eru góðir sögumenn.
Loks eru í heftinu nákvæm registur yfir 4. bindið með sama
hætti og fylgt hefur hinum fyrri bindum. Létta þau mjög notkun
bókarinnar, enda ætti enga slíka bók að gefa út án registra.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Símon Jóh. Agústsson: Mannþekking, hagnýt sálarfræði. Hlað-
búð, Reykjavik 1945.
Um 1830 lét Baldvin Einarsson þá skoðun í ljós, að íslendingar
legðu sig meir fram um að skilja eðli og þarfir gripa sinna en
væntanlegra þegna í landi sínu. Röskum hundrað árum síðar sagði
merkur maður, að af meiri nærfærni hefði verið skráð uppeldis-
fræði íslenzkra hrossa en manna. Svo giftusamlega hefur þó til tek-
izt, að þessi orð eru ekki lengur sönn, en þó má telja það með
undrum og einsdæmum, ef á íslenzkum bókamarkaði birtist rit,
sem fyrst og fremst fjallar um manninn. Eitt þeirra er rit það, er
að ofan greinir, og er að því leyti virðulegasta bókin, sem komið
hefur á íslenzkan markað á þessu ári, að höfundurinn hlítir spak-
mæli Popes: „Tilhlýðilegt rannsóknarefni mannkyninu er maður-
inn sjálfur." Kröfur höfundar um hlutverk sálarfræðinnar eru líka
stórmannlegar, en honum farast svo orð í inngangi að bókinni:
„Hlutverk sálarfræðinnar er ákaflega mikilvægt, því að hún verður
að smíða tækin og leggja grundvöllinn að betri lífsstjórn einstakl-
inga og þjóða.“
Af crrðum þessum og nafni bókarinnar má einnig ráða, að höf-
undurinn miðlar fyrst og fremst þeirri þekkingu, er að hans dómi
má verða mönnum að gagni í daglegu lífi.
Um bókina verður með fáum orðum sagt, að hún er skráð af
lærdómi, hófsemi og heiðarleik. Framsetning er glögg og skilmerki-
leg og nýjum orðum beitt af haganleik. Þar hefur höfundinum þó
verið nokkur vandi á höndum, þvi að þótt íslenzkir sálarfræðingar
hafi fyrr skrifað um skyld efni og þjálfað íslenzkt mál við fræði-
lega meðferð á sálfræðilegum hugtökum og unnið með því ágætt