Skírnir - 01.01.1945, Side 236
.234
Ritfregnir
Skímir
verk, er þó í þessari bók fjallað um ýmsar sérgreinir sálarfræðinn-
ar, sem lítt eða ekki hefur verið ritað um áður á íslenzku.
Engu að síður munu sumir kaflar bókarinnar verða leikmönnum
allerfiðir aflestrar, þar sem flóknum viðfangsefnum eru gerð skil
í mjög stuttu máli. Bókinni er skipt í 18 kafla. Hér er ekki rúm til
að rekja efni þeirra, en þess skal getið, að þeim má skipta í tvennt.
Annars vegar eru þeir kaflar, er greina frá verkefnum og aðferð-
um sálarfræðinga og árangri þeim, er orðið hefur af starfi þeirra
fyrir menningar- og atvinnulíf þeirra þjóða, er hagnýtt hafa kunn-
áttu þeirra. Hins vegar eru þeir kaflar, er koma mega sérhverjum
einstakling, er þá les, að beinu gagni og gera hann hæfari til að
skapa sjálfum sér og öðrum farsælla líf. Skipa þeir meira rúm í
bókinni.
Sem dæmi um efni úr fyrri flokknum má benda á 6., 8. og 9.
kafla bókarinnar, sem fjalla um gáfnapróf og hæfileikakönnun,
starf og þreytu og stöðuval. Kaflar þessir veita sérhverjum sinn-
ugum lesanda góða vitneskju um hagnýtan árangur af starfi sálar-
fræðinga.
Úr hinum flokknum má benda á 3., 14. og 18. kafla bókarinnar,
sem fjalla um sefjun, ótta og áróður. Þar er skýrt frá nokkrum
staðreyndum, sem hverjum þeim er gott að gera sér grein fyrir, er
kýs að varðveita sjálfum sér til handa viðunarlegt andlegt frelsi.
Með bók þessa í huga má setja öllum, er láta sig líf og farsæld
manna einhverju skipta, hið gamla og góða boðorð: lestu, lestu
aftur og lestu enn. Broicli Jóhannessov,
Fiskimálanefnd. Skýrsla tíu ára, 1935—1944, eftir Arnór Sigur-
jónsson.
Fiskimálanefnd hefur gefið út skýrslu um störf sín fyrsta ára-
tuginn, sem hún hefur starfað, en hún var stofnuð um áramótin
1934—35. Hefur Arnór Sigurjónsson ritað skýrsluna.
Til nefndar þessarar var stofnað til þess að hafa forystu i ýms-
um nauðsynjamálum sjávarútvegsins, stuðla að tilraunum með
nýjar veiði- og verkunaraðferðir, leita nýrra markaða, veita lán til
framkvæmda, er fælu í sér nýjungar, auk þess sem gert var ráð
fyrir, að hún gæti annazt ýmis stjórnarstörf í sjávarútvegsmálum
af hálfu hins opinbera. Skýrslan ber þess vott, að nefndin hefur
unnið mikið og gott starf. Hún hefur haft með höndum mjög
mikilsverða forystu á sviði hraðfrystingar, fiskherðingar, niður-
suðu og karfavinnslu, og stundað umfangsmikla umboðssölu og
verzlun. Hún hefur og unnið að leit nýrra miða og markaða og
úthlutað styrkjum til nýbyggingar fiskiskipa. Gjöld nefndarinnar
fyrstu níu árin námu 2,8 millj. kr. eða rúmum 300 þús. kr. á ári,
og eru þá meðtaldar styrkveitingar, tæpar 600 þús. kr. Tekjur
nefndarinnar af umboðssölu og verzlun námu 1,1 millj. kr. og af