Skírnir - 01.01.1945, Page 239
Skýrslur og reikningar
Bókmenntafélagsins árið 1944.
Bókaútgáfa.
Árið 1944 gaf félagið út þessi rit, og fengu þau þeir félagsmenn,
sem greiddu hið ákveðna árstillag til félagsins, 25 krónur:
Skírnir, 118. árgangur ....................... kr. 40,00
Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400—1800,
eftir Sigurjón Jónsson......................— 40,00
Annálar 1400—1800, IV., 4.....................— 20,00
Samtals........kr. 100,00
Enn fremur var gefið út:
íslenzkt fornbréfasafn, XIV., 1., og var það sent áskriföndum
Fornbréfasafnsins. Bókhlöðuverð 20 kr.
Aðalfundur 1945.
Hann var haldinn mánudaginn 18. júní, kl. 9 að kveldi, í lestrar-
sal Landsbókasafnsins.
Forseti setti fundinn og stakk upp á Benedikt Sveinssyni skjala-
verði sem fundarstjóra. Var hann kjörinn með lófataki.
1. Því næst skýrði forseti frá, hverjir félagar hefðu látizt, síð-
an síðasti aðalfundur var haldinn, en þeir voru þessir:
Bogi Ágústsson, ökumaður, Akureyri.
Guðm. Finnbogason, dr. phil., fv. landsbókavörður; heiðursfélagi.
Hannes Pálsson, Reykjavík.
Haraldur Hermannsson, Reykjavík.
Jón Stefánsson, kaupmaður, Akureyri.
Magdalena Halldórsson, frú, Stykkishólmi.
Sigrún Blöndal, forstöðukona, Hallormsstað.
Þórður Ásmundsson, útvegsmaður, Akranesi.
Risu fundarmenn úr sætum og minntust hinna látnu félags-
manna.
Þá gat forseti þess, að á sama tíma hefðu verið skráðir 57 nýir
félagar.