Skírnir - 01.01.1945, Síða 240
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
2. Féhirðir las því næst upp rekstursreikning og efnahags-
reikning félagsins fyrir síðast-liðið ár. Þeir höfðu verið endurskoð-
aðir og án nokkurra athugasemda. Urðu engar umræður um þá.
Voru þeir bornir upp til samþykktar og samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum.
Þá las forseti upp reikning yfir sjóð Margr. Lehmann-Filhés og
reikning yfir Afmælissjóð félagsins. Höfðu þeir einnig verið endur-
skoðaðir athugasemdalaust.
3. Því næst voru kjömir endurskoðendur félagsins. Voru þeir
Brynjólfur Stefánsson og Jón Ásbjörnsson endurkjörnir með öllum
greiddum atkvæðum gegn einu.
4. Halldór Stefánsson bar fram fyrirspurn um bókaútgáfu
félagsins, og gerði forseti grein fyrir henni. Drap m. a. á útgáfu
Fombréfasafnsins, gat þess, að henni þyrfti að hraða, en á því
væru þó ýmsir örðugleikar, svo sem um prentun. Jafnframt skýrði
forseti frá bókaútgáfu félagsins á þessu ári, hverra bóka væri von,
og eru þær þessar: Skírnir, 119. árgangur, og Jón Sigurðsson, sam-
tíð og saga, eftir dr. Pál Eggert Ólason. Hafði komið tilboð um
hana frá ísafoldarprentsmiðju. Enn fremur yrði gefið út 2. hefti
XIV. bindis af Fombréfasafninu.
Síðan var fundargerð lesin upp og samþykkt, og að því búnu
var fundi slitið.
Benedikt Sveinsson.
Jón Jóhannesson.
Reikningur
um tekjur og gjöld Hins íslenzka Bókmenntafélags árið 1944.
1.
2.
3.
4.
T e k j u r :
Styrkur úr ríkissjóði ................. ........... kr. 40175,95
Tillög félagsmanna:
a. Fyrir 1944 greidd ................ kr. 24701,90
b. — — ógreidd ...................— 2607,50
c. — fyrri ár........................— 1325,78
Seldar bækur í lausasölu ........................
Vextir árið 1944:
a. Af verðbréfum ...................kr. 1466,00
b. — bankainnstæðu .................— 524,51
------------------ 1990,51
— 28635,18
— 16023,87
kr. 86825,51
Samtals