Skírnir - 01.04.1999, Page 233
SKÍRNIR
TVÍRÆÐNI TUNGUNNAR
227
þeirrar skoðunar að þýðing sé annars stigs eða afleidd athöfn í tengslum
við frummál eða -texta“.3
Þótt Ástráður vilji víkka út þýðingarhugtakið gengur hann ekki jafn
langt og Derrida, eins og best sést á þeirri aðferð sem hann beitir við að
vinna úr jafngildishugtakinu og þeirri þrætu sem um það geisar. Hann
heldur í jafngildishugtakið en hafnar einstrengingslegri túlkun þess því
hann telur „að hver sá texti sem telst þýðing feli í sér jafngildi“ (96).
Vandinn er ekki leystur þar með, því spyrja verður hvað sé þá „þýðing“.
Ástráður lætur því auðvitað ekki ósvarað og segir að meginforsendur
fyrir því að eitthvað geti talist þýðing séu tvær: „Að þýðingin búi yfir
vissri samkvæmni sem hliðstæða og fulltrúi frumtextans en geti jafnframt
verið sjálfstæður ogfullgildur texti á sínu tungumáli“ (100, skál. hans).
Skiljanlega er svar Ástráðs nokkuð opið enda er þýðing eitt þeirra hug-
taka (líkt og hið samstofna orð ,,þjóð“) sem enginn hefur hingað til
fundið skothelda skilgreiningu á. Samtímis „vita“ allir hvað við er átt;
vandinn er sá að það sem menn vita er ekki alltaf það sama. Hugtakið
sjálft og aleitt sýnir í hnotskurn þá óvissu sem hver þýðandi stendur
frammi fyrir hverju sinni.
Þrátt fyrir skilgreiningarvanda og óvissu er ekki þar með sagt að úti-
lokað sé að fjalla fræðilega um þýðingar; hér eins og í öðrum hugvísind-
um er óvissan eilífur fylgifiskur og kannski sá sem gerir slík vísindi
spennandi fyrir suma og ekki fyrir aðra. Til að takast á við þennan þátt í
þýðingafræðunum fjallar Ástráður um þýðingarferlið í fjórða kafla bók-
arinnar og vísar til margra þekktra núlifandi þýðingafræðinga. Hér, eins
og annars staðar í lýsingum sínum á kenningum fræðimanna, fer Ástráð-
ur sinn eigin milliveg og hefði mátt taka betur á þeim þrætum sem fræð-
ingarnir þreyta, einkum þeirra sem hallast að því sem hann kallar
„orðréttar" þýðingar og þeirra sem aðhyllast hinn svokallaða „fúnk-
sjónalisma“, eða Skopos-kenningar Katharinu Reifi og Hans Vermeers.4
Skýringin er hugsanlega sú að Ástráður virðist vera fremur hallur undir
hina fyrri því ekki getur hann „fúnksjónalistapáfans“ Vermeers einu
orði, þótt ein af sporgöngukonum hans, Snell-Hornby, fái nokkurt
pláss. Kaflinn hefst hins vegar á stuttri hugleiðingu um lestur þýðandans,
sem að mínum dómi hefði vel mátt vera lengri, því of oft er litið framhjá
þessum mikilvæga þætti þýðingarferlisins. Þýðandinn er, eða ætti a.m.k.
að vera, nákvæmasti lesandi textans og mætti kannski hafa í huga tvær
3 Enska þýðingu þessa bréfs, „Letter to Japanese Friend“, þýð. David Wood og
Andrew Benjamin, er að finna í A Derrida Reader. Between the Blinds. Ritstj.
Peggy Kamuf. New York o.v.: Harvester Wheatsheaf, 1991, s. 270-76. Eins og
kunnugt er hóf Derrida einmitt feril sinn á því að þýða Edmund Husserl og
rita frægan formála að þeirri þýðingu.
4 Sjá umræðu Ástráðs um „orðréttar" þýðingar á bls. 137.