Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1999, Síða 233

Skírnir - 01.04.1999, Síða 233
SKÍRNIR TVÍRÆÐNI TUNGUNNAR 227 þeirrar skoðunar að þýðing sé annars stigs eða afleidd athöfn í tengslum við frummál eða -texta“.3 Þótt Ástráður vilji víkka út þýðingarhugtakið gengur hann ekki jafn langt og Derrida, eins og best sést á þeirri aðferð sem hann beitir við að vinna úr jafngildishugtakinu og þeirri þrætu sem um það geisar. Hann heldur í jafngildishugtakið en hafnar einstrengingslegri túlkun þess því hann telur „að hver sá texti sem telst þýðing feli í sér jafngildi“ (96). Vandinn er ekki leystur þar með, því spyrja verður hvað sé þá „þýðing“. Ástráður lætur því auðvitað ekki ósvarað og segir að meginforsendur fyrir því að eitthvað geti talist þýðing séu tvær: „Að þýðingin búi yfir vissri samkvæmni sem hliðstæða og fulltrúi frumtextans en geti jafnframt verið sjálfstæður ogfullgildur texti á sínu tungumáli“ (100, skál. hans). Skiljanlega er svar Ástráðs nokkuð opið enda er þýðing eitt þeirra hug- taka (líkt og hið samstofna orð ,,þjóð“) sem enginn hefur hingað til fundið skothelda skilgreiningu á. Samtímis „vita“ allir hvað við er átt; vandinn er sá að það sem menn vita er ekki alltaf það sama. Hugtakið sjálft og aleitt sýnir í hnotskurn þá óvissu sem hver þýðandi stendur frammi fyrir hverju sinni. Þrátt fyrir skilgreiningarvanda og óvissu er ekki þar með sagt að úti- lokað sé að fjalla fræðilega um þýðingar; hér eins og í öðrum hugvísind- um er óvissan eilífur fylgifiskur og kannski sá sem gerir slík vísindi spennandi fyrir suma og ekki fyrir aðra. Til að takast á við þennan þátt í þýðingafræðunum fjallar Ástráður um þýðingarferlið í fjórða kafla bók- arinnar og vísar til margra þekktra núlifandi þýðingafræðinga. Hér, eins og annars staðar í lýsingum sínum á kenningum fræðimanna, fer Ástráð- ur sinn eigin milliveg og hefði mátt taka betur á þeim þrætum sem fræð- ingarnir þreyta, einkum þeirra sem hallast að því sem hann kallar „orðréttar" þýðingar og þeirra sem aðhyllast hinn svokallaða „fúnk- sjónalisma“, eða Skopos-kenningar Katharinu Reifi og Hans Vermeers.4 Skýringin er hugsanlega sú að Ástráður virðist vera fremur hallur undir hina fyrri því ekki getur hann „fúnksjónalistapáfans“ Vermeers einu orði, þótt ein af sporgöngukonum hans, Snell-Hornby, fái nokkurt pláss. Kaflinn hefst hins vegar á stuttri hugleiðingu um lestur þýðandans, sem að mínum dómi hefði vel mátt vera lengri, því of oft er litið framhjá þessum mikilvæga þætti þýðingarferlisins. Þýðandinn er, eða ætti a.m.k. að vera, nákvæmasti lesandi textans og mætti kannski hafa í huga tvær 3 Enska þýðingu þessa bréfs, „Letter to Japanese Friend“, þýð. David Wood og Andrew Benjamin, er að finna í A Derrida Reader. Between the Blinds. Ritstj. Peggy Kamuf. New York o.v.: Harvester Wheatsheaf, 1991, s. 270-76. Eins og kunnugt er hóf Derrida einmitt feril sinn á því að þýða Edmund Husserl og rita frægan formála að þeirri þýðingu. 4 Sjá umræðu Ástráðs um „orðréttar" þýðingar á bls. 137.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.