Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 21
HRÓLFUR ÞORSTEINSSON
í 3. bindi af Skagfirzkum æviskrám er æviskrá Hrólfs Þorsteins-
sonar rituð. Þar stendur skrifað: „Þóttu frásagnir hans mjög skemmti-
legar, og lét hann stundum ráðast, á hvern veg menn skildu sögur
hans. T. d. var hann eitt sinn spurður, hvort vatnið á öræfunum væri
ekki gott. „Það er alveg eins og nýmjólk," svaraði Hrólfur. En þessi
orð gætu túlkað aðdáun hans á öræfunum og hversu vel hann naut
lífsins á fjöllunum".
Já, Hrólfur lét það stundum ráðast, hvernig menn skildu sögur hans,
hirti ekki um það. Ég heyrði stundum sögur og ummæli höfð eftir
honum, með skáldlegum blæ, en sjálfur heyrði ég hann aldrei segja
þannig frá. Ég vil tilgreina eina þeirra: Þóroddur Sigtryggsson, frændi
Valgerðar, var vinnumaður á Ábæ, þegar hann var unglingur. Hann
sagði mér, að einu sinni hefði Hrólfur slegið valllendisbolla suður og
upp í fjalli með miklu grasi, og fengust úr honum 3 hestar af heyi.
Sláttutíminn var 10 mínútur, og svo bætti Hrólfur við: „Ef það hefði
ekki verið grýtt, hefði ég ekki verið nema 3 mínútur." — Svo kom
Þóroddur með þá skýringu frá sér, að auðvitað hefði Hrólfur meint það,
að hann hefði verið ákaflega fljótur að slá þennan blett. Og því skyldi
Hrólfur ekki hafa haft skáldaleyfi og „uppfærslurétt", sem ég og marg-
ir aðrir taka, þegar sagan þarf þess með.
Það var einn af mörgum kostum Hrólfs, að hann var svo frómur
í frásögn um náungann, að ég heyrði hann aldrei leggja nokkrum
manni til. Ef rætt var um einhvern á verri veg, sem ætla mátti, að
Hrólfur hefði ekki ástæðu til að bera vel söguna, horfði hann niður
fyrir sig og sagði ekki neitt.
Hrólfur var leiguliði á Ábæ og Stekkjarflötum. Brynleifur Tobias-
son átti Stekkjarfleti, en Magnús hreppstjóri á Frostastöðum átti Ábæ
og Nýjabæ og mun hafa keypt þær jarðir af Kristínu Guðmunds-
dóttur, er hún flutti frá Ábæ 1896.
Hrólfur mun hafa þótt góður landseti, svo vel sem hann gekk
um allt, sem hann hafði undir höndum, en hann átti lengi einn þriðja
af Skatastöðum og fékk þann jarðarpart eftir föður sinn. Einhvern-
tíma spurði ég Hrólf að því, hvers vegna hann hefði flutt frá Ábæ.
Aðal ástæðan var sú, sagði hann, að hann varð að hafa vetrarmann
19