Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
Gísli gerir allnokkuð úr því, að Ingibjörg hafi „synjað þverlega"
fyrir illvirki sitt. Þetta fær naumast staðizt. Samkvæmt réttarskjölum
héraðsdóms hefur barnið fæðzt sunnudaginn 2. september, og þegar
daginn eftir hefur Ingibjörg játað brot sitt heima á Hofstöðum. Páll
bóndi ber henni og heldur gott orð, segir að hún hafi hagað sér „fróm-
lega og meinlauslega og þægilega, ætíð reiðubúin að gjöra það, sem
henni hefur verið sagt". Ekki bendir það til neins sérstaks harðlyndis
eða þverúðar í skapferli.
Eins og fram kemur í Lögþingisdómnum, var lögskylt að fram-
senda sökina „Hans Kongl. Majest. til allra náðugustu úrlausnar".
Samkvæmt þætti Gísla Konráðssonar hefur Scheving sýslumaður ritað
þetta bréf, sem honum og var skylt að gera. Aftakan hefur því ekki
getað farið fram sumarið 1789, eins og Saga frá Skagfirðingum herm-
ir.1 Undarlegt er, að Saga frá Skagfirðingum skuli segja, að „ei þurfti
þá slík mál svo brýn að ganga til hæzta réttar" o. s. frv. Nú er kunnugt,
að Jón Espólín sýslumaður ritaði fyrri hluta Skagfirðingasögu, og hefði
hann mátt vita gerr, einkum þar sem Lögþingisbókin með þessum
dómi var prentuð 1789, og eflaust hefur Espólín haft hana undir hönd-
um. (Sbr. einnig Árbækur hans).
í Lögþingisdómnum er þess getið, að Ingibjörg hafi átt annað barn,
sem hún þurfti að framfæra. Hvergi sést þess annars staðar getið, og er
ekki frekar kunnugt um það barn. Sömuleiðis er vikið að fátækt Ingi-
bjargar. Það staðfestist af vitnisburði Páls á Hofstöðum fyrir réttinum.
Hann segist ekki vita til, að hún eigi aðra fémuni „utan þá lítilfjör-
legu leppa, sem hún gengur í".
Gísli Konráðsson ættfærir Ingibjörgu og segir hana Gísladóttur
og frá Gili í Fljótum. Þetta fær engan veginn staðizt. Hvort tveggja
er, að Dómabókin telur hana Jónsdóttur, og er með ólíkindum, að það
sé rangt hermt, og eins hitt, að samkvæmt manntölum er ekki sjáan-
legt, að neinn Gísli hafi búið á Gili á 18. öldinni. Aftur á móti býr
þar Jón nokkur Þorláksson fyrir og eftir miðja öldina. Hann er með
1 I Arbókum Espólíns stendur að vísu svohljóðandi klausa við árið 1789:
„Þá var á þingi Ingibjörg Jónsdóttir, er fargat hafði barni sínu í Skagafirði,
dæmd til dauða, en seinna var hún tekin af í Hellu-hólma hjá Víðivöllum."
30