Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 43
ÞORKELL ÓLAFSSON
fyrir kröfu séra Þorkels. Ég hallast aS því, aS misskilningur hafi villt
honum sýn um þetta. Má vera, aS einhver fljótráður maður hafi talið
honum trú um, að hlutabréfin væru hækkuð að verðgildi, svo sem
hann taldi þau vera. Hins vegar býst ég engan veginn við, að séra
Þorkell hafi gert aðrar kröfur en hann taldi vera sannar og réttar.
Finnur biskup svaraði honum með löngu bréfi 17. júní 1767. Gætti
biskup þar strangrar háttvísi — og þó með alvöru. Rakti hann gang
þessa máls og reyndi að sannfæra séra Þorkel um, að fjárkrafa hans
gegndi engu. Lýsir það bréf biskupi mjög vel. Segir hann þar að síð-
ustu: „Þá vil ég, svo vítt mig snertir eftirgefa, að (séra Þorkell) eign-
ist þessar accier, að upphæð í fyrstunni 200 rd., en nú eftir hans sögn
uppstigin til 800 rd., með öllu tilheyrandi privilegiis og réttugheitum,
samt rentu og renturentu síðan 1762 og sæki það sjálfur í Handels
compagniet eður Interessentskabets hendur, hvor í mót hann betali
mér (1) þau 200 rd. croner, hvar þessar accier voru útlagðar (2)
betali hann rentu af þessum 200 rd. síðan 1762, að upphæð til samans
50 rd. croner (3) eftir sínu loforði og tilboði í nærverandi memorial
þann af stólsins álagi resterandi capital, að upphæð 570 rd. (4)
rentu af sama capitali í næstu 13 ár síðan 1754, að upphæð 370 rd.
3 mörk, allt til samans 1190 rd. 3 mörk croner . . . . En þóknist hon-
um þetta ei og vill samt sökinni fram halda, þá hlýtur það að ske með
landslögum og rétti."
Séra Þorkell svarar þessu bréfi biskups á Þingvöllum 18. júlí sama
ár, er hinn einbeittasti og slær ekki undan. Var hann svo æstur í
skapi, að líkast var því, að bráðin hraunkvika lyfti af sér storknuðu
bergi. Gætti hann lítt hófs um stóryrði. Tveim dögum áður hafði séra
Þorkell ritað kirkjustjórnarráði um þetta efni. En þótt hann teldi
amtmann vera sér heldur hlynntan í þessu máli, fór samt svo, eftir að
svar kirkjustjórnarráðs var komið 1768, að séra Þorkell treysti sér
ekki að etja kappi við biskup. Féll svo þetta ágreiningsmál niður.
Árið 1769 sækir séra Þorkell um Seltjarnarnesþing. Er það athygli-
vert, að Finnur biskup gefur honum þá hin beztu meðmæli sín eftir
brösur þær, er á undan voru gegnar milli þeirra. Eru honum veitt Sel-
tjarnarnesþing 26. maí 1769. Hafði hann tekið á móti veitingarbréf-
inu, þegar Árni Þórarinsson (síðar biskup) sótti um sama prestakall.
41