Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 44
SKAGFIRÐINGABOK
Komst þá stiftamtmaður í vanda, því að Árni hafði meðmæli hins
danska kansellíis. Var það eðlilegt, því að Árni Þórarinsson var kandi-
dat í guðfræði frá Hafnarháskóla með I. einkunn. Bað þá stiftamt-
maður séra Þorkel að afsala sér prestakallinu, af ótta við hugsanlegar
aðgerðir séra Árna. Þetta undirgekkst séra Þorkell og afhenti veitingar-
bréfið. Þessa kvaðst hann ætíð síðan hafa notið hjá stiftamtmanni með
öðru fleira frá fyrri tímum. Var séra Þorkell jafnan mjög vel til hans
og betur en flestra annarra. Má sjá það á bréfum frá stiftamtmanni
til séra Þorkels, að stiftamtmaður hefur haft á honum miklar mætur.
Þegar Halldór Jónsson, dómkirkjuprestur á Hólum í Hjaltadal, dó
haustið 1769, kallaði Gísli biskup Magnússon séra Þorkel til að taka
við dómkirkjuprestsembættinu. Er köllunarbréfið dagsett 20. desember
það ár. Segist biskup meðal annars gera þetta með tilliti til hans
„fróma sáluga föður". Þessari köllun tók séra Þorkell fúslega, fluttist
norður sumarið 1770 og kom að Hólum 4. ágúst. Messaði hann fyrsta
skipti þar í dómkirkjunni 12. ágúst.
Þá var séra Þorkell kominn í Hóla og átti þar heimili síðan, meðan
hann lifði. Verður ekki vitað, að hann hafi leitazt við að komast þaðan,
að því undanskildu, er hann sótti um Holt í Onundarfirði eftir lát
séra Jóns Eggertssonar 1783. Ekki var honum veitt það prestakall.
Vitað er, að hann gekk vel á geð sóknarmanna sinna vegna prúð-
mennsku sinnar og góðrar framkomu. Allir dáðu söngrödd hans, sem
var bæði mikil og fögur. Var orð haft á því, að þeir stéttarbræðurnir,
hann og séra Friðrik Þórarinsson á Breiðabólstað, væru mestir radd-
menn allra presta í Hólastifti á þeim tíma, er þeir voru uppi.1
Hinn 24. september 1774 kvæntist séra Þorkell Ingigerði Sveins-
dóttur, lögmanns á Munkaþverá, Sölvasonar. Þá var þetta kveðið:
1 Má nefna, að Ólafur Davíðsson getur séra Þorkels í bók sinni íslenzkar gát-
ur, skemmtanir, vikivakar og þulur (Khöfn 1888—1892). Er Páll Melsted
heimildarmaður hans: „Sagt er, að séra Þorkell hafi ávallt byrjað útgönguvers-
ið sjálfur og sungið svo hátt, að enginn gat fylgt honum lengi vel. Haust eitt
gat þó einn nýsveinn fylgt honum allt versið og það í barnshljóðum. Þorkell
prestur klappaði á koll drengsins eftir messu og sagði: Þú getur einhvern
tímann sungið, drengur minn. Pilturinn var séra Friðrik Thorarensen (síðar
prestur á Breiðabólstað)."
42