Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 45
ÞORKELL ÓLAFSSON
Séra Þorkell sér við hlið
setur Ingigerði.
Hann á betra heldur en við,
honum gott af verði.
Er vísan með mjög vafasömum hætti eignuð séra Magnúsi Einars-
syni á Tjörn.
Ingigerður lézt á Hólum 14. október 1775. Hafði hún hinn 9. s. m.
fætt þeirra einkabarn. Var það Sölvi, síðar prestur á Hjaltastöðum.
Tregaði séra Þorkell konu sína mjög. Var hann síðan ókvæntur til
dauðadags.
Hannes Þorsteinsson telur, að séra Þorkell hafi 1781 átt sæti í skóla-
nefnd þeirri, er konungur skipaði (biskupsskólanefnd). Þar munu
einnig hafa átt sæti Jón biskup Teitsson og Hálfdan rektor Einarsson.
Ókunnugt er mér með öllu um störf þeirrar nefndar og um tillögur séra
Þorkels og atkvæði þar.
12. nóvember 1785 var séra Þorkell settur prófastur í Hegranes-
sýslu og skipaður ári síðar. Um líkt leyti fól biskup honum umsjón
skólans, eftir að Jón Árnason stólshaldari afsalaði sér því starfi. Kom
þá dómkirkjan með því, er henni fylgdi „til inntekta og viðhalds til-
lögðu jarða góssi", undir umsjón hans. Svo fara Jóni Konráðssyni
orð. En Hannes Þorsteinsson fer svofelldum orðum um sama efni
(í Ævum lærðra manna): „Eftir lát Árna biskups tók Vigfús Scheving
sýslumaður við forráðum eður umsjón skólans gegn 40 rd. árlegri
þóknun. En með því að hann hafði ekki aðsetur á Hólum, fól hann
séra Þorkeli þetta starf, að því er snerti matvælakaup til skólans og út-
hlutun á vistaskammti til pilta. Fékk séra Þorkell fyrir þetta 20 rd.
laun af biskupsstólnum árlega". 1791 höfðu þeir sýslumaður og séra
Þorkell síðast þessi umráð, en þá tók við af þeim Björn Gottskálksson.
Ekki þarf að efast um, að vel hefur séra Þorkeli verið kominn að þessari
þóknun, ef borið er saman við hlut sýslumanns.
Séra Þorkell var einn þeirra presta, sem Hannes biskup Finnsson
nefndi sem biskupsefni árið 1787, þótt hann mælti ekki með honum
sérstaklega. En hinn 19. júlí 1787 var hann skipaður stiftprófastur í
Hólastifti eftir lát Árna biskups Þórarinssonar. Sama ár, hinn 15.
43