Skagfirðingabók - 01.01.1970, Síða 55
SKÁLAMÝRI
UM LANDNÁM í TUNGUSVEIT
eftir HANNES PÉTURSSON
I.
LandnÁmum í SkagafirSi lýsir Landnámabók í réttri röð
frá Skaga inn héraðið vestan megin og síðan út að austan allt til Úlfs-
dala. Hitt er ósagt, í hvaða röð landnámsmenn komu, en vesturhluti
héraðsins á þó að hafa byggzt fyrr en austurhlutinn. Ennfremur segir,
að Skefill landnámsmaður hafi komið skipi sínu í Gönguskarðsárós
í sömu viku og Sæmundur hinn suðureyski; og frásögnin bendir á
öðrum stað til þess, að landnámsmenn tveir eða fleiri hafi komið í
Skagafjörð samsumars.
Sagðir eru ágætastir í Norðlendingafjórðungi átta landnámsmenn.
Þrír þeirra námu land í Skagafirði: Sæmundur hinn suðureyski, Eirík-
ur Hróaldsson í Goðdölum og Höfða-Þórður. Sæmundur hefur verið
talinn fyrstur landnámsmanna í héraðinu, og ætti Skefill eftir því að
hafa komið næstur honum. Hann nam land utan Sauðár (tók þar
sneið af landi, sem Sæmundur hafði þegar numið), Gönguskörð neð-
anverð og Reykjaströnd, Sæmundur á hinn bóginn Borgarsveit sunn-
an Sauðár og land allt vestan Vatna fram að Staðará, sem nú heitir
svo, og þaðan Sæmundarhlíð vestan Sæmundarár til Vatnsskarðs, lík-
lega til Vatnshlíðarvatns. Þess er getið í einum texta Landnámu, að
Sæmundur hafi numið land „undir Vatnsskarði", þ. e. austan undir
skarðinu, en óvíst er það. Tveir landnámsmenn, Sæmundur og Skef-
ill, höfðu þannig numið samanlagt mjög stórt svæði og ekki annað
ónumið fram til Reykjarhóls en landið neðan Sæmundarár og aust-
ur í Vötn, er numið var af Úlfljóti, þeim sem byggði fyrstur í Glaum-
53