Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 65
MINNINGABROT
eftir ÓLÍNU JÓNASDÓTTUR
Ólína skáldkona Jónasdóttir lézt á Sauðárkróki 29. ágúst 1956. Þar
bjó hún seinni hluta ævinnar, en var fædd á Silfrastöðum 8. apríl
1885, og æskuspor hennar lágu öll í Norðurárdal og Blönduhlíð.
Raunar átti hún heima þar um slóðir óslitið fram á fullorðinsár,
ef skilin er undan dvöl á unglingsárum að Laxamýri í Þingeyjarsýslu.
Arið 1907 giftist hún Halli Jónssyni, á Vöglum Þorvaldssonar, en
missti hann eftir tæplega tveggja ára sambúð. Þáttur af þeim hjón-
um er í Skagf. æviskrám II, og vísast hér til hans um frekari ævi-
atriði þeirra.
Arið 1946 birmst æskuminningar Ólínu Jónasdóttur og sýnishorn
vísnagerðar hennar í bókinni Eg vitja þín ceska (endurprentuð
1947), sem nú er talin til allra merkustu minningabóka frá seinni
tíð, einkum lyfta henni þó frásagnirnar af heimilisháttum á Kú-
skerpi og persónu Kristrúnar húsfreyju þar Hjálmsdóttur.
Fyrir nokkrum árum bárust Landsbókasafni ljóðmælasyrpur Ólínu,
einnig óprentaðir minningaþættir. Sumir þeirra eru nátengdir frá-
sögnum bókarinnar og hafa þó ýmislegt umfram þær, aðrir eru sjálf-
stæðir og falla ekki að skipan bókarefnisins. Svo er um þátt þann,
sem hér verður birtur og nefnist í eiginhandarriti höfundar „Minn-
ingabrot". Að vísu segir á báðum stöðum frá foreldrum Ólínu og
móðurforeldrum, sömuleiðis nokkrum persónum öðrum, en í Minn-
ingabrotum er ekki dvalið við sömu atriði og gert er í bókinni. Söm
eru aftur á móti höfundareinkennin: stillileg frásögn, hreinskiptin,
án þeirrar falsgyllingar, sem mörgum er gjarnt að bregða yfir látna
menn og Iiðna tíð, ýmist með ofsögum eða þögn um „viðkvæm"
atriði. Að sjálfsögðu sleppti Ólína mörgu, sem hún hafði til frá-
sagnar og komið gat illa við einhverja, sá er háttur allra smekkvísra
höfunda, en hún virðist hafa gætt þess að brengla ekki með því
63