Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 70
SKAGFIRBINGABÓK
Hann giftist þar Kristínu Steinsdóttur, systur Jóhönnu konu Frí-
manns. Þá var Eiríkur um hálfþrítugt, en hún komin á fimmtugsald-
ur. Eiríkur var mikill greindarmaður, duglegur verkmaður og framúr-
skarandi vandaður. Dálítið var hann sérlegur í skoðunum sínum, hag-
mæltur var hann allvel, en hreyfði því lítið. Kristín kona hans var ekki
greind, svo ekki sé meira sagt, og oft ákaflega óheppin í orðum.
Guðrún Hallsdóttir, móðir þeirra bræðra og amma mín, var mjög
óánægð með giftingu þeirra sona sinna, þó sérstaklega Eiríks. Þegar
hann var trúlofaður Kristínu, kvað hún:
Þrýtur varla þjáning mín,
þung að hallast kjörin.
Svona falla forlög þín,
fingramjallabörinn.
Síðar varð Eiríkur bóndi í Axlarhaga, bjó þar lengi, en var alla tíð
frekar efnalítill. Þegar hann byrjaði þar búskap, fluttist amma mín,
Guðrún Hallsdóttir, til hans, og dó hjá honum í hárri elli, en hélt að
mestu andlegum þrótti og lífsgleði til síðustu stundar. Ekki átti hún
þó stöðugu ástríki að fagna hjá Kristínu tengdadóttur sinni, enda voru
þær ekki líkar á nokkurn hátt. Þó var margt gott um Kristínu að
segja, hún var með afbrigðum barngóð og ól upp tvo fóstursyni, en þau
Eiríkur áttu ekkert barn.
Skömmu eftir að Eiríkur byrjaði búskap í Axlarhaga, var það eitt
sinn, að hann kemur til móður sinnar og spyr hana, hvort hún hafi
hvergi séð spýtu, sem nota mætti í skaft á öxina sína, segist hafa brotið
af henni skaftið. „Ónei, ekki man ég nú eftir því," segir hún, en bætir
við með mikilli hægð: „En viltu ekki, góði minn, vita hvort konan
þín hefir ekki einhver ráð með það, mér hefir fundizt hún hafa þau
oft við hendina". Eiríkur svaraði engu.
Frímann Magnússon bjó ekki lengi í Borgargerði, en fór að Ytri-
Kotum og bjó þar nokkur ár. Á eftir honum varð þar ábúandi Kristján
Þorsteinsson. Hann bjó með ráðskonu, sem hét Bergrós Erlendsdóttir.
Þau voru Eyfirðingar. Kristján var þá kominn á efri ár. Hann hafði ver-
ið giftur Halldóru Jónasdóttur, systur Jóhanns á Miðsitju, ættaðri úr
68