Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Silfrastaða Steingrímur
stendur yfir uxum,
í hríðarveðri harðskeyttur.
Hann er á tíu buxum.
Á Silfrastöðum var mikill gestagangur, öllu messufólki veittar góð-
gerðir. Langferðamenn gistu þar mjög oft, innlendir og útlendir.
Steingrímur var einkennilegur maður, og munu sum orðatiltæki
hans geymast lengi, að minnsta kosti í Skagafirði. Ég álít, að hann
hafi verið skynsemdarmaður, hreinn og hispurslaus, og sama hver í hlut
átti. Hann var blindur mörg síðustu ár ævi sinnar og tók sér það nærri
sem skiljanlegt er og reyndi að leyna því meðan kostur var. Honum
var fátt verra gert en að fólk aumkvaði hann vegna sjónleysis hans.
Eitt sinn var nágrannakona hans að koma til kirkju að Silfrastöðum
ásamt fleirum. Steingrímur nætir því úti á hlaðinu, með staf sinn.
Þá segir konan: „Hvað ertu að fara, blessaður auminginn? Er ekki
betra fyrir þig að brúka gleraugu?" Steingrímur svaraði með sínum
einkennilegu áherzlum: „Nú, þú getur sjálf verið aumingi og brúkað
gleraugu, farðu bölvuð."
Þrátt fyrir sjónleysi sitt fylgdist Steingrímur með flestu, sem gerð-
ist í opinberum málum, og með öi!v á heimilinu, og alla tíð fannst
mér hressandi að heimsækja hann á litla herberginu hans. Það var
gaman að tala við hann, hann kunni frá mörgu að segja og sagði það
skemmtilega, þó hann færi bar ekki stundum troðnar leiðir. Þrennt
sagði hann, að sér þætti óbrúkandi í daglegu tali fólks, það voru orðin:
nefnilega, galinn og ímynda sér. Ég spurði hann, hvaða orð ættu þá
að vera í þeirra stað. Hann sagði, að orðið „nefnilega" væri með öllu
þýðingarlaust, og þeir, sem notuðu það, væru „asnar miklir". í stað-
inn fyrir galinn ætti að koma „vitlaus" og að ímynda sér ætti að vera:
„Ég mynda það í mér."
Alloftast hafði Steingrímur góðgerðir handa þeim, er til hans komu
í herbergi hans. Hann dró þá upp úr rúmshorni sínu litla eltiskinns-
skjóðu, dró þar upp kandísmola eða kringlu og gaf gestinum. Stund-
um opnaði hann skáp, sem þar stóð, kom þaðan með sauðarmagál, há-
74