Skagfirðingabók - 01.01.1970, Síða 78
SKAGFIRBINGABÓK
haldið fyrirlestur, þar sem hann sagði, að bezt væri að hafa hægðir
fimm sinnum á dag.
Það var sumarið 1899, að Hallgrímur biskup Sveinsson fór eftirlits-
ferð um Norðurland. Séra Björn Jónsson á Miklabæ hafði tilkynnt
Steingrími, að biskup væri væntanlegur vissan dag þangað. Jafnframt
hafði prestur boðað börn þau, er fermd voru um vorið í sókninni, að
mæta til yfirheyrslu á Silfrastöðum þann sama dag, en ekkert barnið
mætti þar nema ég. Ég var því áheyrandi að eftirfarandi samtali, en
mörgu hefi ég þó gleymt af því, sem talað var.
Steingrímur er úti á hlaði ásamt sóknarnefndarmönnum, þegar bisk-
up og presturinn, séra Björn Jónsson, riðu í hlaðið. Á eftir þeim kom
svo fylgdarmaður, sem mig minnir að héti Júlíus, kenndur við Munka-
þverá, og rak hann nokkra lausa hesta.
Þegar biskup hefir heilsað, segir Steingrímur: „Hver ert þú?"
„Ég heiti Hallgrímur Sveinsson."
„Hvaða Hallgrímur er það?" spyr Steingrímur.
„Hallgrímur biskup Sveinsson".
„Nú, ert það þú? Ert með marga hesta og ætlar langt."
Biskup segist vera komin hér til þess að líta á kirkjuna og það, sem
henni tilheyri.
„Já," segir Steingrímur, „og hefði mátt fyrr vera, það stendur ekki
á mér."
Ekkert bauð Steingrímur gestunum í bæinn, og var nú haldið suð-
ur í kirkju. Þegar biskup gekk upp kirkjutröppurnar, hafði hann ein-
hver orð um, að það hefði gleymzt að sópa þær.
„Nú, það getur enginn gjört að því, hrafninn hefir verið á turn-
inum í allan morgun, og skítur," sagði Steingrímur.
Nú var komið inn í forkirkjuna, en á bak við hurðina hékk þorsk-
hausakippa. Biskup kom auga á hana og sagði, að til hlyti að vera annar
staður, sem hægt væri að geyma slíkt á, og þetta ætti að taka burtu.
„Ja, það er ekki að tala um það við mig, Sveinn á það," segir Stein-
grímur. Þessi Sveinn var einn af sóknarnefndarmönnunum og var
þarna viðstaddur. Steingrímur víkur sér að honum og segir:
„Það er bezt þú takir þetta, Sveinn. Sagði ég þér ekki, að hann
mundi reka augun í það, ég þekki þá þessa karla."
76