Skagfirðingabók - 01.01.1970, Síða 79
MINNINGABROT
Þar næst var rætt um mál kirkjunnar, lagðir fram reikningar og
gjörð grein fyrir einu og öðru. Biskup lét opna altarið, tók þar út
ýmsa muni kirkjunnar og skoðaði þá. Hann spurði, hvort enginn skírn-
arfontur væri til.
„Jú," segir Steingrímur, „heldur tveir en einn og annar spengdur og
gamall mjög."
Biskup spurði, hvar þeir væru, hann sæi þá ekki hér.
„Nú, það er ekki von, þeir eru inni í bæ, stúlkurnar þvo sér úr
þeim."
Eitthvað fleira var um þetta talað.
Svo var það kirkjuorgelið, nokkur meiningamunur varð með það.
Steingrímur hélt því fram, að kirkjan ætti það, en sóknarnefndar-
mennirnir sögðu, að söfnuðurinn ætti hlut í því, en þá sagði Stein-
grímur.
„Nei, hann á þar ekkert, mýsnar átu það." Þá hlógu allir. Um vet-
urinn höfðu mýs komizt inn í kirkjuna og nagað orgelið.
Að öllu þessu loknu, bauð Steingrímur öllum til stofu, biskupi,
fylgdarmanni, presti og sóknarnefndarmönnum og veitti höfðing-
legar góðgjörðir og var hinn málreifasti.
Steingrímur var mætur maður, en hann hafði hneigð til að erta
suma, sérstaklega heldri menn. Það var eins og hann vildi forðast, að
hægt væri að merkja í einu orði, að hann bæri fyrir þeim lotningu eða
liti upp til þeirra, og það gjörði hann víst ekki heldur.
Til dæmis var það eitt sinn, að séra Björn á Miklabæ kom framan
úr Norðurárdal, hafði verið að skíra þar barn. Þetta var skömmu fyrir
jól og stuttur birtutími. Daginn eftir ætlaði prestur að messa á Silfra-
stöðum. Hann kemur þar eftir að kveikt var um kveldið, gerir boð
fyrir Steingrím og biður gistingar. „Nei, það verður ekki af því, Jói
er lasinn og liggur uppi í rúmi, bölvun í Boggu, þykist vera veik, allir
vita, hvernig Stína er, og ekki skammta ég. Það kom hér einhver
flækingsbjálfi áðan og bað um gistingu, og ég gat ekki. Þér er ekki
vandara um en honum, þú ert þó ríðandi," sagði Steingrímur. Annars
var hann gestrisinn að öllum jafnaði og leiddist, ef dagur leið án þess
gest bæri að garði.
77