Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 81
MINNINGABROT
heita brúkunarlausir nema í kaupstaðarferðir, en þær voru ekki margar
á þeim árum. Hann var fádæma hestasár, og ódrukkinn reið hann
vanalega aðeins sporliðugt og mátti helzt ekki sjá þá svitna. Þó gat
brugðið út af þessu, ef hann var drukkinn, þá vildi hann, að sínir hestar
væru fremstir í flokki.
Eitt sinn var það, að Þorsteinn Lárusson, bróðir Sæunnar ráðskonu
Stefáns, kom eitt laugardagskvöld og Ingiríður, dóttir hans, að Upp-
sölum. Þau voru búsett vestan Héraðsvatna. Daginn eftir fóru þau
Stefán og Sæunn með þeim noklcuð á leið. Þá var gott vað á Héraðs-
vötnum út og niður undan Kúskerpi, og riðu þau það. Sæunn átti
rauðsokkóttan hest, sem kallaður var Sproti, mesti gæðingur, og lét
Sæunn enga aðra koma honum á bak. í þetta skipti reið hún Sprota.
Þegar þau komu til baka, horfðum við Kúskerpisfólk á, því alla tíð
var gaman að sjá fallega spretti, og Sæunn var gapi á hesti. Þegar þau
komu austur yfir Vötnin, tóku við sléttar eyrar, að nokkru þó grasi
grónar. Við vissum, að Stefán var drukkinn og mundi nú verða liðugt
farið. Þau hleyptu bæði samstundis, og skilaði Sprota vel, en Stefán
dróst aftur úr, og var þó auðséð, að ekki var það ásetningur hans.
Sproti hélt sprettinum heim undir Kúskerpistún, og síðan heim í
hlað. Stefán kom litlu síðar og var auðsjáanlega ekki alls kostar ánægð-
ur. Þau fóru bæði af baki. Stefán gekk þá að Sprota, spretti af honum
söðlinum og lagði sinn hnakk á hann og sagði um leið: „Ég uni því
illa, Sæunn, að klárar mínir séu skildir eftir á spretti, og þennan hest
tek ég, þú getur sett á hann það verð, sem þér sýnist, einhver ráð verða
með að borga hann," snaraði sér síðan á bak og reið heim. Ekki veit ég,
hvernig þau hafa samið um Sprota, en ekki sást Stefán oft með hann
í ferð.
Ekki man ég eftir, að Stefán tæki þátt í opinberum sveitarmálum,
þó getur það vel verið, en aldrei heyrði ég hann amast við fátækling-
um eða hafa horn í síðu þeirra.
Ég þekkti Stefán mjög vel. Ég ólst upp á Kúskerpi, sem er næsti
bær við Uppsali, lönd jarðanna lágu saman, og búpeningur gekk sitt
á hvað. Stefán gekk oft sjálfur við lambfé sitt um sauðburð á vorin
og ég við Kúskerpisféð. Ég var talin mjög fjárglögg, en Stefán var laus
við það. Við vorum oft saman í þeim ferðum. Stundum kailaði hann til
79