Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 84
FYRSTI PENNINN MINN
eftir GUBMUND JÓSAFATSSON frá BrandsstöSum
FardagaÁrið 1899—1900 átti ég heima í Litladalskoti í
Skagafirði. Móðir mín var þar vinnukona og hafði mig á sínum snær-
um. Þá bjuggu þar hjónin Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríð-
ur Guðjónsdóttir, er síðar bjuggu um langt skeið á Neðstabæ í Norð-
urárdal. Þau áttu þá eina dóttur barna, Jóhönnu, sem lengi var hús-
móðir á Syðra-Hóli á Skagaströnd, nú ekkja hins þekkta rithöfundar
og fræðimanns Magnúsar Björnssonar. Sjötti heimilismaðurinn var
Guðmundur Oddsson, áður bóndi á Hofi og Giljum í Vesturdal.
Guðmundur var kominn mjög að fótum fram fyrir sakir elli og slits,
—fæddur 21. júní 1820 og stóð því á áttræðu. Hann dróst á hækjum
sínum út á hlað, þegar veður var svo milt, að hann gæti hafzt þar við
stundarkorn. Átti hann sér þar víst sæti. Var það skammel allstórt,
sem venjulega var geymt sunnan við bæjarhornið. Var það hið eina
skyldustarf mitt að færa skammelið hverju sinni þangað, sem Guð-
mundur vildi sitja. Skyldi ég færa það aftur að bæjarhorninu, þegar
útivist hans var lokið. Væri ég ekki viðlátinn, þegar Guðmundur fór
inn, sendi hann mig þessara erinda, þegar hann náði í mig. Ég skoð-
aði þetta sem skyldu og hlýddi þessu umyrðalítið, þó skammelið væri
svo þungt, að nærri lægi ofraun, a. m. k. í fyrstu. En Guðmundur
kenndi mér að bera það, og léttist þá skammelið til muna.
Með okkur Guðmundi var hin bezta vinátta. Ég var talinn þægastur
honum og þótti þá ekki mikið sagt. En hvað sem því leið, átti ég
ótrúlega vísar úrlausnir vandræða minna, ef ég náði til hans. Hvern-
82