Skagfirðingabók - 01.01.1970, Síða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
tvo stafi þennan fyrsta dag — a og b. Guðmundur taldi þá leiðinlega
ljóta, en huggaði mig með því, að sínir stafir hefðu verið litlu betri,
þegar hann byrjaði að skrifa. Fullyrti hann, að ég mundi skrifa eins
fallega stafi og hann, þegar ég væri orðinn stór. Varð sú staðhæfing
mér að furðumikilli sárabót. Ég taldi mig alltaf eiga það víst, að Guð-
mundur segði mér satt.
Þessu hélt svo fram um skeið. Þegar ég átti að snúast í kringum
Guðmund, var oft gripið til skriftarinnar. Og einhvern veginn vannst
svo að þessu, að ég þurfti ótrúlega oft að „hjálpa Guðmundi." Féll
þessi kvöð oft á mig, þegar ég ætlaði að elta einhvern, sem erindi átti
eitthvað út fyrir næsta umhverfið. Þetta gekk furðu árekstralítið. En
fram hjá andúð minni á blýantinum varð ekki gengið. Hún fylgdi mér
eins og skuggi. En þá barst mér einstæður happafengur. Ég ætlaði að
elta mömmu austur að Héraðsvötnum. Á leiðinni rak ég augun í hrafns-
fjöður, sem lá þar, að því er virtist í algeru hirðuleysi. Ég tók hana
upp og spurði, hvort ég mætti ekki eiga hana, og taldi mamma það
víst. Áhugi minn að elta hana var rokinn út í veður og vind. Ég þurfti
að færa Guðmundi gripinn. Leyfi til þess var mjög auðfengið, enda
trítlaði ég heim og færði Guðmundi fjöðrina. Fannst mér meira en
vel um happ mitt, þegar hann felldi þann úrskurð, að hún væri „góð".
Guðmundur átti fátt nýtilegra gripa. Þó er mér minnisstæður penna-
stokkurinn hans, líkur prjónastokk í laginu, en mun grennri, eintrján-
ingur með renniloki, sem var þannig holaður innan, að skorið var far
fyrir fjöðrina og annað við hlið þess fyrir pennahnífinn, mjög smágerð-
an kuta, en flugbeittan. Allur var stokkurinn skorinn. Guðmundur
tók nú fjöðrina mína og skar á hana penna. Því miður man ég ekki,
hvernig hann skar hana, og get því ekki lýst þeim vinnubrögðum.
En ég sá hann skrifa með pennanum og sýndist það mjög auðvelt.
En málið var ekki fullleyst með þessu. Blekið vantaði. Og enn kom
ráðsnilld Guðmundar tii sögunnar, og er mér minnisstætt, hversu ég
dáði alla þessa þekkingu. Efnið í blekið þurfti mamma að sækja fram
í eldhús, en þangað staulaðist hann til að hafa alla forsögn á því, hvar
og hvernig sótið skyldi tekið. Til var tvennskonar sót: ryksót og blek-
sót, sem ég heyrði síðar oftast nefnt gljásót. Ryksótið sá ég notað þar
í Kotinu undir vorið. Þá fæddust tvíburar — telpur. Var það borið á
84