Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 89
HANNES BJARNASON
eftir SIGURB EIRÍKSSON á Borgarfelli
Hannes Bjarnason, er hér verður nokkuð frá sagt, fæddist
á Hofi í Vesturdal 5. janúar 1857. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni
Hannesson, prests á Ríp, og Margrét Árnadóttir, bónda og smiðs í
Stokkhólma og víðar. Móðir Margrétar var Þorbjörg Eiríksdóttir,
prests á Staðarbakka í Miðfirði, en hann var albróðir Hannesar prests
á Ríp, og voru þau hjón því náskyld.
Margrét ólst upp hjá Eiríki presti, afa sínum. Hún þótti mjög
góðum gáfum gædd, og var sagt, að hún hefði hjálpað presti að semja
ræðurnar, eftir að hann var orðinn gamall. Prestur hafði hið mesta
dálæti á þessari fósturdóttur sinni og gerði hana vel úr garði efna-
lega, enda var Margrét talin rík, þegar hún giftist Bjarna.1
Bjarni Hannesson var lítill búmaður, alldrykkfelldur, og gengu
efni þeirra svo mjög til þurrðar, að Margrét gat illa þolað, því hún var
dugleg og hyggin. Þetta varð til þess, að hún sleit sambúð við Bjarna
um árabil. Þó flutti hún aftur til hans, og bjuggu þau saman á Hofi
það sem Bjarni átti ólifað.2
1 „Margrét Árnadóttir var mjög fyrir búi á Staðarbakka hjá afa sínum, þegar
hún náði fullorðinsaldri, og var dugleg sem karlar, fór í kaup3tað og höndlaði
fyrir búið, bar upp hey, járnaði hesta, risti torf, en var þó ágætlega að sér til
hannyrða, svo fáar voru fremri, skrifaði mjög fagra hönd, skáldorð var hún í
bezta lagi, hafði prestur látið mennta hana sem bezt. Sagt er hún hafi samið
ræður fyrir afa sinn á elliárum hans," segir í sögu Eiríks Magnússonar (Mera-
Eiríks), 1912. (H. P.).
2 Þau Bjarni og Margrét bjuggu á Hofi 1844—46 og aftur 1851—73. (H. P.).
87