Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 92
SKAGFIRÐINGABÓK
og aflraunir, steinatök og áflog, en aldrei heyrði ég hann segja þannig
sögur af sjálfum sér. Eitt dæmi ætla ég samt að nefna um orustu-
gleði hans. Það hefur líklega verið árið 1906, að Jón Guðmundsson,
sem þá flutti frá Villinganesi, hélt þar samkomu á sumardaginn fyrsta,
og kom nokkuð af fólki. Þar var dansað eftir harmoníku, og sjálfur
flutti Jón ræðu. Meðal gesta var Jósef Jósefsson á Hofi og Sófus
Gissurarson, sem þá var á Mælifelli. Hann hafði mikla leikarahæfi-
leika, náði rödd úr hvers manns hálsi og beitti því þeirri list sinni
eitthvað þarna. Nú fór svo, að Jósef þótti nærri sér gengið og ætlar að
jafna um Sófus, sem lagði á flótta, en lenti inni í búri og var þar með
kominn í sjálfheldu, svo Jósef nær í hann og hendir honum flötum.
En svo illa tókst til, að hann lenti á potti, sem Hannes átti og rúst-
mölvaði hann. Mikið hafði Hannes gaman af að minnast þess arna
og sá víst ekkert eftir pottinum.
Hannes var álitinn greindur í betra lagi, og sérstaklega var minnið
alveg frábært. Einar H. Kvaran minntist hans frá því hann var í Goð-
dölum, þá gekk Hannes þar til prestsins, og dáðist Einar að minni
hans, greind og fróðleiksfýsn og talaði oft um Hannes við Elínborgu
Lárusdóttur, því hún er systurdóttir hans.
Talsvert átti Hannes af bókum og átti bækur til að lesa þær. Hann
var þaullesinn í fornsögunum, Noregskonungasögum, riddarasögum
og Eddu að ógleymdum Odysseifs- og Uionskviðum í þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar. Sögur herlæknisins voru honum kærkomnar, hann
dáði karl 12., en hafði andúð á Bertelsköld. Landabréf átti hann og
fletti þeim upp til að sjá þar sögustaði, sem hann las um í bókinni.
Sömuleiðis man ég, að á stríðsárunum 1914—18 fór hann með landa-
kort sín til Péturs Björnssonar í Teigakoti, og munu þeir í félagi hafa
verið að gera sér grein fyrir gangi styrjaldarinnar.
Trúrækinn var Hannes, og þótt hann færi ekki með andlegar bænir,
svo aðrir heyrðu, þá mun honum aldrei hafa dottið í hug að breyta
eða hugsa öðru vísi en honum var kennt í æsku. Hann signdi sig á
morgnanna og fyrir máltíðir, og þegar slökkt var ljós, kvaðst hann
segja í huganum: „Guð gefi mér eilíft ljós, sem aldrei deyr". Tjáði
Hannes mér, að verið hefði venja fólks að hafa þessi orð yfir, um leið
og ljós var slökkt.
90