Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 106
SKAGFIRSINGABÓK
skammt fjellu, ok kostað þó til ok Commissarii hafðir til þess, er
sýslumenn hefðu auðveldlega gjört fyrir litla hugnun; þótti ok sumum
stólafje það meðallagi rjett eignað konúngs hyrzlu, þó hann yrði þá að
launa lands biskupi; ok varð harðla lítið úr öllum biskupsdómnum með
þessu, en mörgum mönnum kom til hags að eignast jarðirnar."17
Að þessari frásögn má ýmislegt finna. Höfundur skýrir t. d. frá því,
að Hafstein hafi greitt 200 dali fyrir Drangey, sem er ekki rétt, það
voru ekki nema 105 dalir, eftir höfuðbókinni fyrir árið 1805.
Það virðist ljóst, að uppboðið í Viðvík (ef gert er ráð fyrir, að upp-
boðin hafi farið fram á þingstöðunum) hafi verið haldið fyrr en á
Hofi, sem var 4. ágúst. Þar sem ekki virðist ótrúlegt, að þeir hafi byrj-
að að selja í Rípurhreppi, en farið svo norður í Fljót, og haldið þaðan
inn að austan, þ. e. a. s. farið eftir jarðabókinni, hefur uppboðið í
Hofshreppi tafizt af einhverjum ástæðum. En um þetta verður fjallað
síðar.
Höfundur Skagfirðingasögu telur upp helztu menn, er kaupa fleiri
en eina jörð, en gleymir þó þeim, er flestar jarðirnar keypti, sr. Pétri á
Miklabæ, sem keypti sex jarðir. Þær voru að vísu ekki stórar, náðu
ekki nema 95 hundruðum samtals. Hann talar ekki heldur um Jónas
Scheving sýslumann, enda fluttist hann suður í Borgarfjörð um haust-
ið og hefur þá sjálfsagt selt jarðirnar, sem hann keypti.
Þær þrjár tölur, er höfundur Skagfirðingasögu nefnir sem kaup-
verð, eru allar rangar, þótt ekki skeiki miklu nema á Drangey. Hraun
seldist á uppboðinu á 845 rd. með Hrúthúsum, en Hrólfsvellir voru
boðnir sér upp og fóru á 115 rd. Hér mun höf. Skagfirðingasögu að
öllum líkindum eiga við hvorttveggja.
Til er í bréfabók Stefáns assessors Stephensens bréf í afriti varðandi
sölumálin í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum, ritað 14. febr. 1805,
þar sem Stephensen skýrir Stefáni Þórarinssyni frá afturköllun Þor-
finns á tilboði hans í jörðina Miðhús í Óslandshlíð, er honum var sleg-
in við uppboðið á Hofi 4. ágúst 1802. Þorfinnur er samt talinn fyrir
lokagreiðslu hennar 1807. En Þorfinnur keypti ekki eina jörð heldur
tvær, og veit ég ekki til, að hann hafi selt hina, enda er sagt, að hann
hafi aðeins selt eina jörð. Steingrímur keypti fjórar, auk heimajarðar
sinnar, og ekki er neitt til mér vitanlega varðandi sölu hans á þeim.
104