Skagfirðingabók - 01.01.1970, Síða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
um jörðina, áður en hann hafði greitt hana að fullu. Skal svo útrætt
látið um það efni.
Starfsemi nefndarmanna hefur verið á talsvert víðtæku sviði utan
þess að sjá einungis um uppboðið. Til að mynda gera þeir tillögur um
bústaði til handa sýslumönnum viðkomandi héraða, svo og um ábýlis-
jarðir presta. Og ennfremur er í bréfabók Stefáns assessors langt og
mikið bréf, sem fjallar um alveg nýja hreppaskipan með tilheyrandi
breytingum á kirkjusóknum. Er það langt og mikið mál, sem verður
alveg sleppt hér að öðru leyti en því, er varðar stólsjarðir. í bréfi frá
16. marz 1803 fer Stephensen fram á, að Flugumýri verði gerð að
sýslumannssetri Skagfirðinga, jörðin sé að því leyti hentug, að hún
liggi miðsvæðis í héraðinu og sýslumanni vel sæmandi, hvað stærð
snertir. Hann telur Viðvík og koma til greina, tekur fram, að hann
geri það að varatillögu sinni.
í öðru bréfi, dagsettu 14. marz sama ár, fjallar hann um ábúðarjarðir
presta. Álítur hann Hjaltastaði hentuga jörð fyrir presta Hofstaða- og
Flugumýrarsókna. Til handa presti þeim, er framvegis skyldi þjóna
hinum gamla biskupsstað, telur hann Kálfsstaði mundu vera mjög
hentuga jörð. Þá leggur hann til, að Meyjarland verði gert að mensal-
garði fyrir Fagraneskirkju. Að síðustu segir hann, að prestar Hofs- og
Miklabæjarþinga hafi enga jörð til eigin afnota, heldur hafi þeim
með tilskrifi (rescripteti) frá 17. apríl 176118 verið úthlutað einni
stólsjörð, Brúarlandi, sem ábúðarjörð. Þessi jörð var ekki heldur seld
með öðrum jörðum stólsins, og gerir Stephensen það að tillögu sinni,
að prestar hafi hana framvegis. Brúarland var löngum prestsetur, og
var jörðin því ekki skattskyld meðan svo var. Friðrik 2. hafði úrskurð-
að svo 1575.19
Stjórnin tók þessar tillögur Stephensens að nokkru til greina. Hjalta-
staðir voru gerðir að prestsetri með bréfi rentukammers 22. marz
1806.20 Skyldu hjáleigurnar Hjaltastaðakot og -hvammur fylgja. Brúar-
land var áfram prestsetursjörð svo sem jörðin hafði verið áður, en
Kálfsstaðir voru bændajörð áfram og sat presturinn á Hólum. Meyj-
arland komst í eigu Guðmundar Jónssonar í Stóradal, sem gaf hana
Svínavatnshreppi, og skyldi landskuld og leigur af henni notaðar til
framfærslu fátækra í hreppnum. Gjafabréf Guðmundar er dagsett 23.
106