Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 113
SALA HÓLASTÓLSJARBA
greiddir fyrir Hólastólseignir (vextir ekki reiknaðir með). Næstu árin
gengu greiðslur fremur hægt, fram til ársins 1812. Það ár voru um
1800 rd. greiddir fyrir stólseignirnar. Enn meir var greitt 1813. í
árslok það ár voru einungis 2582 rd. 18 sk. ógreiddir, að vöxtum með-
töldum. Þetta var svo smám saman greitt niður til 1820, sem var síð-
asta greiðsluár. Það ár voru eftir 1162 rd. 40 sk. nafnverðs, sem líklega
hafa aldrei verið greiddir. Mun þess getið á viðkomandi stöðum í
skránni yfir sölu eignanna, hvað hér er við átt.
II.
SELDAR HÓLASTÓLSJARÐIR OG KAUPENDUR ÞEIRRA
SKEFILSSTAÐAHREPPUR
1. Hraun 2A
Dýrl. 13 lA hundr., Isk. 100 áln., kúg. 1. — Gísli konrektor Jóns-
son í Hofstaðaseli og síðar á Hólum í Hjaltadal keypti jörðina á 71
rd. og kúg. á 9 rd. 34 sk. Fullnaðargreiðsla 1805, 80 rd. 34 sk.
2. Þangskáli
Dýrl. 5. hundr., Isk. 50 áln., kúg. Vi- — Sr. Pétur Pétursson á Milda-
bæ, síðar prófastur á Víðivöllum, keypti jörðina á 60 rd. Kúg. keypti
Sigurður Sigurðsson, er bjó á Þangskála 1749—1807, á 4 rd. 64 sk.
Jarðarverðið greitt 1805 með 60 rd.
3. Kelduvík
Dýrl. óviss, en talinn 5 hundr. af hreppstjóra um 1840. lsk. 45 áln.,
kúg. Vz. — Sr. Pétur á Miklabæ keypti jörðina á 40 rd. og greiddi þá
1805. Kúg. keypti Gísli Árnason í Kelduvík, líklega vinnumaður þar
þetta ár, á 3 rd. 8 sk. Árin 1841—1865 bjuggu Pétur Jónsson og f. k.
Sigurlína Guðmundsd., s. k. Lilja Gottskálksd., á Þangskála, en áttu og
nytjuðu Kelduvík.
111