Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 116
SKAGFIRBINGABÓK
13. Hóll
Dýrl. ókunnur, talinn 8 hundr. árið 1840; lsk. 60 áln., kúg. 1. —
Pétur Gíslason, er þar bjó 1789-—1807, keypti jörðina á 52 rd. og
lauk greiðslu 1805. Scheving sýslumaður keypti kúg. á 8 rd. 72 sk. Lsk.
1805 er 45 áln.
14. Scevarland
Dýrl. 20 hundr., lsk. 90 áln., kúg. 1. — Halldór Björnsson, vinnu-
maður á Herjólfsstöðum í Laxárdal, keypti jörðina á 75 rd. og bjó þar
1807—1820, er hann lézt 55 ára. Kúg. keypti Scheving sýslumaður á 7
rd. 48 sk. Jörðin fullgreidd 1805 með 75 rd. — Halldór var árið 1801
vinnumaður hjá verðandi tengdaföður sínum, Eiríki Þorvaldssyni.
15. Þorbjargarstaðir
Dýrl. talinn 5 hundr. af hreppstj. um 1840, lsk. 40 áln., kúg. ekk-
ert. — Jón Guðmundsson á Hafragili keypti jörðina á 42 rd. og lauk
greiðslu 1805. — Við manntalið 1801 er vinnumaður á Þorbjargar-
stöðum, sem Jón Guðmundsson heitir. Skv. Jarða- og búendatali býr
1802—1803 á Hafragili maður, er Jón heitir, en frekar er ekkert um
hann sagt þar. Mun fullvíst, að þar er um að ræða Jón Guðmundsson,
þann er keypti Þorbjargarstaði, en var þar vinnumaður 1801. Hann
bjó síðar lengi á Selá.
SAUÐÁRHREPPUR
1. Meyjarland
Dýrl. 10 hundr., lsk. 60 áln., kúg. 2. — Guðmundur Eiríksson, er
þar bjó 1801—1807, en hverfur þá úr búendatölu, keypti jörðina á 90
rd. Scheving sýslumaður keypti kúg. á 15 rd. Jarðarverðið greitt í
einu lagi 1812 með 101 rd. 79 sk. — Guðmundur er ekki talinn
leiguliði í söluskránni 1805. Hvað um hann varð, er hann hvarf úr
tölu framteljenda, veit ég ekki, en ekki mjög löngu síðar er jörðin
114