Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 117
SALA HÓLASTÓLSJARÐA
komin í hendur Guðmundi Jónssyni, hreppstjóra í Stóradal í Húna-
vatnssýslu, sem gaf hana Svínavatnshreppi 1816, sem fyrr er sagt.
SEYLUHREPPUR
1. Marbœli
Dýrl. 40 hundr., lsk. 2 hundr., kúg. 2. — Jón Jónsson, bóndi þar til
1815 (d. það ár, 60 ára), keypti jörðina á 350 rd. Kúg. keypti Scheving
sýslumaður á 18 rd. 16 sk. Fyrsta greiðsla fór fram 1807, 148 rd., en
lokagreiðsla 1816, 262 rd. 39 sk. nafnverðs. — Sonur Jóns, Bjarni,
bjó á Marbæli næstu 6 ár. Jarða- og búendatal segir, eftir gömlum
mönnum og fróðum, að Árni Helgason á Fjalli hafi keypt jörðina eða
a. m. k. hluta hennar. Þar bjó og 1833—1861 Hannes, sonur Árna, í
tvíbýli við Jón Magnússon 1844, og mun annar hvor þeirra hafa átt
fjórðung í jörðinni. 1805 er lsk. 9 rd.
2. Syðra-Skörðugil
Dýrl. 26 hundr., lsk. 1 hundr. 30 áln., kúg. 1. — Jón Jónsson, bóndi
þar 1799—1843 (d. sst. 1845), keypti jörðina á 208 rd. Kúg. keypti
Ari læknir Arason á Flugumýri á 9 rd. 40 sk. (misritun hjá Johnsen).
Lsk. 1805 er 4 rd. 48 sk. — Sæmundur Jónsson, líklega sonur Jóns
þess, er keypti jörðina, bjó á Skörðugili 1844—1862, er hann dó 63
ára. Var þar 1844 sem leiguliði. Árið 1807 eru greiddir 49 rd. 94 sk.
af kaupverðinu, en lokagreiðsla fór fram 1812, 143 rd. 50 sk. Skv.
Jarða- og búendatali komst jörðin um 1813 í eigu Jóns Þorleifssonar á
Skarðsá og var lengi í eigu niðja hans.
3. Torfgarður
Dýrl. 10 hundr., lsk. 30 áln., kúg. Vz, og það keypti Scheving sýslu-
maður á 4 rd. 32 sk., en maddama Ragnheiður Vídalín á Reynistað
keypti jörðina á 65 rd. og greiddi verðið 1805. — Árin 1837—1850
bjó í Torfgarði Jón Þorleifsson, og átti hann jörðina.
115