Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 140
SKAGFIRSINGABÓK
og keypti Scheving sýslumaður þau á 30 rd. Stefán amtmaður Þórar-
insson keypti jörðina á 2010 rd. Fyrsta greiðsla fór fram 1805, 1210 rd.,
en lokagreiðsla árið eftir, 832 rd. — Drangey var seld sér á 105 rd.
Keypti hana Havsteen faktor og greiddi að fullu 1805. Á því ári seldi
amtmaður þeim Gísla Jónssyni konrektor og Páli rektor Hjálmars-
syni Hóla, eftir því sem Saga frá Skagfirðingum greinir.17 Bene-
dikt prófastur Vigfússon keypti jörðina, er hann kom í Hóla 1824, af
Boga Benediktssyni, og bjó þar til dauðadags, 1868.
13. Reykir
Dýrl. 60 hundr., Isk. 2 hundr., kúg. 1. — Helga Jónsdóttir (ekkja),
er þar bjó 1795—1811, keypti jörðina á 254 rd. og kúg. á 6 rd. —
Lsk. 1805 var 9 rd. — Fyrsta greiðsla fór fram 1805 og þá greiddur
helmingur verðs, en lokagreiðsla 1807, 132 rd. 8 sk. — Jarða- og bú-
endatal segir, að Benedikt prófastur Vigfússon á Hólum hafi keypt
jörðina 1838.
14. Hvammur
Dýrl. 40 hundr., lsk. 1 hundr. 60 áln., kúg. 1. — Þorsteinn Pálsson,
vinnumaður og síðar bóndi á Reykjum, keypti jörðina á 180 rd. Kúg.
keypti Magnús Illugason, bóndi í Hvammi 1799—1807, á 7 rd. 8 sk.
Fyrsta greiðsla fór fram 1805, 80 rd., lokagreiðsla 1806, 104 rd.
Jarða- og búendatal tekur fram, að Hallur Þórðarson, er bjó í Hvammi
1806—1813 og 1816—1837, hafi alllengi átt jörðina.
15. Hrafnhóll
Dýrl. 10 hundr., lsk. 80 áln., kúg. 1%. — Ábúandinn, Sturlaugur
Ásmundsson, keypti jörðina á 70 rd. og kúg. á 7 rd. 8 sk. Fyrsta
greiðsla 1807, 14 rd. 77 sk., lokagreiðsla 1812, 52 rd. — Lsk. 1805 var
3 rd. — Sturlaugur deyr líklega um 1810, þá 71 árs. Jarða- og bú-
endatal segir, að Hrafnhóll hafi fylgt Hólum, er Benedikt prófastur
Vigfússon keypti þá 1824.
138