Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 144
SKAGFIRBINGABÓK
kúg. greiddi hann aldrei, kvað það hafa drepizt, áður en til greiðslu
skyldi koma. Sigurður bjó á Húsabakka 1805—1808. — Ábúandi á
Grundarlandi 1835—1850 var Árni Ásmundsson, og átti hann jörð-
ina 1842 a. m. k., en um 1844 var hann leiguliði skv. Jarðatali John-
sens.
6. Bjarnastaðir
Dýrl. 15 hundr., lsk. 80 áln., kúg. 1., sem ábúandinn, Jóhannes
Jónsson, keypti á 10 rd. 24 sk., en jörðina keypti Guðmundur Símon-
arson, bóndi í Tungu í Stíflu 1803—1808, á 171 rd. Guðmundur
var tvítugur vinnumaður hjá Guðvarði Eiríkssyni í Tungu 1801. —
Fyrsta greiðsla fór fram 1805, 123 rd. 81 sk., lokagreiðsla árið eft-
ir, 52 rd.
7. Spáná
Dýrl. 6 hundr., lsk. 40 áln., kúg. ekkert, segir Lovs. Skv. sölu-
skránni er þó 1 kúg. selt, sem Gunnar Einarsson, bóndi á Spáná
(d. 1819, 76 ára), keypti á 10 rd. 16 sk. Hann keypti og jörðina á
156 rd. — Lsk. 1805 1 rd. 48 sk. — Fyrsta greiðsla 1806, 76 rd.,
lokagreiðsla 1813, 51 rd. — Árin 1837—1849 bjuggu Þorsteinn
Ásgrímsson og Sigríður Styrbjörnsdóttir á Spáná og áttu jörðina
skv. Jarðatali Johnsens.
8. Bjarnastaðagerði
Dýrl. 5 hundr., lsk. 40 áln., kúg. 1. — Jón Gottskálksson, bóndi
þar (d. 1816, 45 ára), keypti hvorttveggja, jörðina á 70 rd. og kúg.
á 11 rd. 16 sk. — 1805 er lsk. 1 rd. 48 sk. — Fyrsta greiðsla fór
fram 1807, 45rd., lokagreiðsla 1813, 14 rd. 27 sk.
9. Hólkot
Dýrl. 16 hundr., lsk. 40 áln., kúg. 1. — Ábúandinn 1800—1813,
Jón Jónsson, keypti jörðina á 82 rd. og kúg. á 8 rd. 16 sk. Lsk.
142