Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 145
SALA HÓLASTÓLSJARBA
1805 1 rd. 48 sk. Fyrsta greiðsla fór fram 1806, 19 rd. 8 sk., loka-
greiðsla 1812, 56 rd. 15 sk.
10. Ermi
Dýrl. 40 hundr., lsk. 1 hundr., 60 áln., kúg. 1. — Eldjárn Hall-
grímsson, bóndi þar 1793—1806, keypti jörðina á 270 rd. og kúg. á
7 rd. 6 sk. — 1805 er Isk. 6 rd. 72 sk. — Fyrsta greiðsla 1806, 85 rd.
84 sk., en kúg. var ógreitt 1805. — Árið 1807 er Eldjárn sagður hafa
selt og er þá kominn í Háleggsstaði. Hann er ailtaf talinn fyrir
greiðslum af jörðinni, en sú síðasta var 1820, 178 rd. 48 sk. nafn-
verðs. 1828—1854 bjó í Enni Lárus sýslumaður Thorarensen og átti
hann jörðina.
11. Nýlendi
Dýrl. 40 hundr., lsk. 1 hundr., kúg., 1., sem ábúandinn 1799—1804,
Jón Pétursson keypti, á 7 rd. 16 sk. Sigurður Andrésson í Ártúnum
keypti jörðina á 140 rd. og greiddi upphæðina 1805. Hann bjó á
Nýlendi 1816—1833.
12. Grindur
Dýrl. 40 hundr., Isk. 1 hundr., kúg. IVi- — Jón Guðmundsson,
bóndi þar 1790—1826, keypti hvorttveggja, jörðina á 150 rd. og
kúg. á 15 rd. — 1805 er Isk. 4 rd. 48 sk. — Fyrsta greiðsla 1807, 40
rd., lokagreiðsla 1812, 104 rd.
13. Kambur
Dýrl. 20 hundr., Isk. 1 hundr., kúg. 2. — Þórður Grímólfsson, bóndi
á Kambi til 1809, keypti jörðina á 172 rd. 80 sk. og kúg. á 12 rd. 48
sk. Fyrsta greiðsla fór fram 1807, 17 rd. 72 sk., og var það allt, sem
Þórður greiddi. Eftir annað uppboð greiðir Havsteen faktor 129 rd.,
og voru þeir 63 rd. og 4 sk., sem þá stóðu eftir, aldrei greiddir.
143