Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 151
SALA HÓLASTÓLSJARBA
9. Klón
Dýrl. 10 hundr., lsk. 40 áln., kúg. 1, sem Árni Snorrason, prestur
í Felli 1796—1815, keypti á 9 rd. 1 sk. Jörðina keypti Ari Jónsson,
vinnumaður á Yzta-Mói, á 123 rd. Fyrsta greiðsla fór fram 1805, 51 rd.
27 sk., lokagreiðsla 1806, 78 rd.
10. Þverá
Dýrl. 20 hundr., lsk. 60 áln., kúg. ekkert, segir í Lovs., en er 1 skv.
söluskrá, og keypti sr. Árni Snorrason það á 9 rd. 16 sk., en ábúand-
inn, Styrbjörn Þorkelsson, keypti jörðina á 85 rd. 80 sk. Styrbjörn
var 1805 á Hóli við Siglufjörð, en reisti 1812 bú í Þúfum. Fyrsta
greiðsla fór fram 1805, 59 rd. 80 sk., lokagreiðsla 1807, 27 rd. 58 sk.
Jörðin var í eigu ábúandans 1844, en ekki er að sjá, að sá hafi á nokk-
urn hátt verið tengdur kaupanda.
11. Geirmundarhóll
Dýrl. 20 hundr., Isk. 110 áln., kúg. 1, sem sr. Árni Snorrason keypti
á 11 rd. 16 sk. Jörðina keypti Jón Jónsson á Arnarstöðum á 62 rd.
Þar býr ekkjumaður með þessu nafni 1798—1805, en hverfur þá úr
ábúendatölu, segir Jarða- og búendatal. Árin 1807—1823 býr maður
að nafni Jón Jónsson á Geirmundarhóli, en ekki tókst mér að grafa
upp feril hans. Fyrsta greiðsla fór fram 1805, 32 rd., lokagreiðsla
1812, 16 rd. 19 sk.
12. Brceðraá með Snorragerði
Dýrl. 40 hundr., lsk. 1 hundr., kúg. 1, sem sr. Árni í Felli keypti
á 12 rd. 1 sk. Jörðina keypti Páll Ásmundsson á Hóli á 215 rd. 16
sk. Fullnaðargreiðsla 1805, 217 rd. 16 sk. — Trúlega er hér um að
ræða Pál Ásmundsson, er síðar bjó á Dalabæ í Úlfsdölum (d. 1826).
Ábúandinn 1844 átti jörðina, en alls óskyldur virðist hann Páli.
149