Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 157
SALA HÓLASTÓLSJARBA
—1866 bjó Jón Eiríksson á Þrasastöðum og átti 15 hundr. í jörðinni,
að sögn Johnsens.
13. Móafell
Dýrl. 10 hundr., lsk. 40 áln., kúg. 1. Það keypti Þorlákur Jónsson,
bóndi í Stóru-Brekku 1801—1804, á 9 rd. 16 sk. Jörðina keypti Jón
Guðmundsson, bóndi á Deplum 1786—1839, á 115 rd. Fyrsta greiðsla
fór fram 1805, 52 rd. 57 sk., lokagreiðsla árið eftir, 67 rd. 57 sk.
14. Skeið með Fossi
Dýrl. 20 hundr., lsk. 1 hundr., kúg. 3- — Jón Guðmundsson, bóndi
þar til 1807, keypti jörðina á 222 rd. 64 sk. og kúg. á 30 rd. Fyrsta
greiðsla fór fram 1805, 122 rd. 64 sk., lokagreiðsla 1806, 106 rd.
15. Stóra- og Litla-Brekka
Dýrl. 30 hundr., lsk. 1 hundr. 60 áln., kúg. 3Vi- Sérmat 1802; dýrl.
Stóru-Brekku 20 hundr. og Litlu-Brekku 10 hundr. — Jón Jónsson á
Víðivöllum keypti 2 Vá kúg. á 25 rd. 16 sk., en Einar Jónsson, bóndi
á Litlu-Brekku 1799—1803, keypti 1 kúg. á 11 rd. og báðar jarðirnar
á 286 rd. Full greiðsla 1805, 305 rd. 16 sk. — Á Stóru-Brekku bjó
Kjartan Stefánsson 1827—1860, og er hann eigandi að hálfri jörð-
inni, segir Johnsen. Hann getur þess og, að Þorfinnur Þórarinsson,
bóndi á Litlu-Brekku 1836—1854, eigi ábýlisjörð sína.
16. Slétta
Dýrl. 20 hundr., lsk. 90 áln., kúg. l'/2, sem Guðmundur Jónsson,
bóndi þar 1789—1805, keypti á 15 rd. 48 sk. Jörðina keypti Jón Er-
lendsson, bóndi á Hraunum 1792—1805, síðan á Sléttu til 1824 og
aftur 1826—1830, á 214 rd. — Fyrsta greiðsla fór fram 1805, 164 rd.,
lokagreiðsla árið eftir, 53 rd. — Árið 1844 eru tveir ábúendur á jörð-
inni, og á annar þeirra helming hennar, skv. Jarðatali Johnsens.
155